Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2017 06:00 Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. vísir/heiða helgadóttir Rétt ríflega þriðjungur þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana nýtir sér þá ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Tæplega helmingur þeirra sem þjónustuna þiggja endar á að klára meðferð og útskrifast í samráði við sálfræðing Neyðarmóttökunnar. Hlutfallið er allt of lágt, að mati verkefnastjóra sálfræðiþjónustu Neyðarmóttökunnar.„Öllum 18 ára og eldri sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðið upp á sálfræðiþjónustu sem stendur síðan til boða eins lengi og þörf er á stuðningi eða meðferð við afleiðingum kynferðisofbeldisins,“ segir Agnes Björg Tryggvadóttir verkefnastjóri. Þjónustan er gjaldfrjáls en alla jafna fá þeir sem koma á móttökuna símtal einum til tveimur dögum síðar og býðst viðtal innan einnar til tveggja vikna frá komu. Alls þiggja 62,5 prósent ekki þjónustuna, ýmist með því að mæta ekki í boðaðan tíma eða með öðrum hætti. Af þeim sem nýta þjónustuna útskrifast 46 prósent en 54 prósent nýta þjónustuna ekki að fullu og hætta að mæta. Starfsmenn Neyðarmóttökunnar grunar að tilraun þolenda til að forðast ofbeldið sem mest, og láta jafnvel eins og það hafi aldrei gerst, spili þar stóran þátt. „Við vitum að fólk sem er nýbúið að lenda í alvarlegum áföllum vill gjarnan forðast að tala og hugsa um atburðinn. Þar af leiðandi smitast það í eftirfylgdarþjónustuna líka. Svo getur vel verið að einhverjir vilji ekki sálfræðiþjónustu eða telji sig ekki þurfa á henni að halda,“ segir Agnes. Agnes segir að sama mynstur sjáist þar sem sambærileg þjónusta er veitt erlendis. Hún segir að það að forðast að hugsa til áfallsins án þess að tækla það gefist ekki vel til lengri tíma. „Það er ekki vænleg leið. Við vitum að forðunin er eitt af því sem hindrar að fólk jafni sig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Rétt ríflega þriðjungur þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana nýtir sér þá ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Tæplega helmingur þeirra sem þjónustuna þiggja endar á að klára meðferð og útskrifast í samráði við sálfræðing Neyðarmóttökunnar. Hlutfallið er allt of lágt, að mati verkefnastjóra sálfræðiþjónustu Neyðarmóttökunnar.„Öllum 18 ára og eldri sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðið upp á sálfræðiþjónustu sem stendur síðan til boða eins lengi og þörf er á stuðningi eða meðferð við afleiðingum kynferðisofbeldisins,“ segir Agnes Björg Tryggvadóttir verkefnastjóri. Þjónustan er gjaldfrjáls en alla jafna fá þeir sem koma á móttökuna símtal einum til tveimur dögum síðar og býðst viðtal innan einnar til tveggja vikna frá komu. Alls þiggja 62,5 prósent ekki þjónustuna, ýmist með því að mæta ekki í boðaðan tíma eða með öðrum hætti. Af þeim sem nýta þjónustuna útskrifast 46 prósent en 54 prósent nýta þjónustuna ekki að fullu og hætta að mæta. Starfsmenn Neyðarmóttökunnar grunar að tilraun þolenda til að forðast ofbeldið sem mest, og láta jafnvel eins og það hafi aldrei gerst, spili þar stóran þátt. „Við vitum að fólk sem er nýbúið að lenda í alvarlegum áföllum vill gjarnan forðast að tala og hugsa um atburðinn. Þar af leiðandi smitast það í eftirfylgdarþjónustuna líka. Svo getur vel verið að einhverjir vilji ekki sálfræðiþjónustu eða telji sig ekki þurfa á henni að halda,“ segir Agnes. Agnes segir að sama mynstur sjáist þar sem sambærileg þjónusta er veitt erlendis. Hún segir að það að forðast að hugsa til áfallsins án þess að tækla það gefist ekki vel til lengri tíma. „Það er ekki vænleg leið. Við vitum að forðunin er eitt af því sem hindrar að fólk jafni sig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira