
Alls þiggja 62,5 prósent ekki þjónustuna, ýmist með því að mæta ekki í boðaðan tíma eða með öðrum hætti. Af þeim sem nýta þjónustuna útskrifast 46 prósent en 54 prósent nýta þjónustuna ekki að fullu og hætta að mæta.
Starfsmenn Neyðarmóttökunnar grunar að tilraun þolenda til að forðast ofbeldið sem mest, og láta jafnvel eins og það hafi aldrei gerst, spili þar stóran þátt. „Við vitum að fólk sem er nýbúið að lenda í alvarlegum áföllum vill gjarnan forðast að tala og hugsa um atburðinn. Þar af leiðandi smitast það í eftirfylgdarþjónustuna líka. Svo getur vel verið að einhverjir vilji ekki sálfræðiþjónustu eða telji sig ekki þurfa á henni að halda,“ segir Agnes.
Agnes segir að sama mynstur sjáist þar sem sambærileg þjónusta er veitt erlendis. Hún segir að það að forðast að hugsa til áfallsins án þess að tækla það gefist ekki vel til lengri tíma. „Það er ekki vænleg leið. Við vitum að forðunin er eitt af því sem hindrar að fólk jafni sig.“
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.