Lífið

Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Loreen hefur munað sinn fífil fegurri.
Loreen hefur munað sinn fífil fegurri. Vísir/Skjáskot
Sænska Eurovision stjarnan Loreen, sem að margra mati átti besta sigurlagið í sögu keppninnar, Euphoria árið 2012, komst ekki áfram í sænsku undankeppni Eurovision, Melodifestivalen, með lag sitt Statements.

Þetta varð ljóst eftir að atkvæði bárust í þætti kvöldsins, en fjögur undanúrslitakvöld voru haldin og var þátturinn í kvöld fyrir lög sem fengu annað tækifæri til þess að komast í úrslitakeppnina, sem er næsta laugardagskvöld.

Þeirra á meðal var Loreen og þegar talning atkvæða var lokið var ljóst að hennar lag var ekki á meðal þeirra laga sem keppa munu til úrslita í Melodifestivalen næsta laugardagskvöld.

Þess í stað komst söngvarinn Anton Hagman áfram með lag sitt Kiss you Goodbye en lag Loreen, ásamt lag Hagman, má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.