Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Í sérlögum um þjóðgarðinn er heimild fyrir innheimtu þessara gjalda. vísir/pjetur Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun á næstunni kynna í ríkisstjórn frumvarp um heimild sveitarfélaga til að leggja á bílastæðagjöld í dreifbýli. „Þetta er nú orðið dagaspursmál heldur en hitt. Það er ekki búið að afgreiða þetta inn til ríkisstjórnar en þetta er í lokafrágangi,“ segir ráðherrann í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt frumvarpinu munu sveitarfélög fá heimildir til að leggja á bílastæðagjöld og fá óskertar tekjur af þeim en yrði skylt að verja þeim í að byggja upp bílastæði og þjónustu sem tengist þeim.Jón Gunnarssonvísir/pjetur„Að menn byggi upp salernisaðstöðu eða einhverja aðstöðu fyrir þá sem eru að nýta sér þjónstuna,“ útskýrir Jón og bætir við að tekjurnar yrðu þá líka nýttar til að greiða fyrir gæslu. Jón segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og önnur ráðuneyti við samningu frumvarpsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir tvær meginlínur í stefnumörkun sambandsins varðandi tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu. Gjaldtaka á bílastæðum sé önnur þeirra en hin sé hlutdeild í gistináttaskattinum. „Það hefur verið mikið samráð við okkur. Ég veit ekki hver staðan er á málinu en við viljum fá þetta í gegn,“ segir Halldór.Ólafur Örn HaraldssonHann býst við að frumvarpið geri ráð fyrir því að hvert sveitarfélag ráði fjárhæðinni sem innheimt er á hverjum stað fyrir sig. Halldór kveðst ánægður með þingmálið. „Við mætum svo fyrir þingnefnd ef við höfum einhverjar athugasemdir í lokin,“ segir hann. Á Þingvöllum hafa frá júní 2016 verið innheimt bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga um þjóðgarðinn. Tekjur vegna þeirra námu um 70 milljónum króna í fyrra. Fimm hundruð krónur eru innheimtar fyrir einkabíl en hærra verð fyrir hópbíla og eru verðflokkarnir þrír. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er ánægður með hvernig til hefur tekist með gjaldtökuna. „Þetta hefur gengið vel, ef maður á að segja það í einni setningu,“ segir hann. En ýmis úrlausnarefni hafi verið varðandi tæknilegar hliðar. Laga hafi þurft netsamband þar sem ekki er ljósleiðari á Þingvöllum. Rafkerfið þoldi nýja fyrirkomulagið ekki heldur. Ólafur þjóðgarðsvörðu segir að tekjurnar fari í endurbætur á aðstöðunni og aðbúnaði á bílastæðum, rekstur á kerfunum sem til þarf, launagreiðslur vegna gæslu á bílastæðunum og fleira. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun á næstunni kynna í ríkisstjórn frumvarp um heimild sveitarfélaga til að leggja á bílastæðagjöld í dreifbýli. „Þetta er nú orðið dagaspursmál heldur en hitt. Það er ekki búið að afgreiða þetta inn til ríkisstjórnar en þetta er í lokafrágangi,“ segir ráðherrann í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt frumvarpinu munu sveitarfélög fá heimildir til að leggja á bílastæðagjöld og fá óskertar tekjur af þeim en yrði skylt að verja þeim í að byggja upp bílastæði og þjónustu sem tengist þeim.Jón Gunnarssonvísir/pjetur„Að menn byggi upp salernisaðstöðu eða einhverja aðstöðu fyrir þá sem eru að nýta sér þjónstuna,“ útskýrir Jón og bætir við að tekjurnar yrðu þá líka nýttar til að greiða fyrir gæslu. Jón segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og önnur ráðuneyti við samningu frumvarpsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir tvær meginlínur í stefnumörkun sambandsins varðandi tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu. Gjaldtaka á bílastæðum sé önnur þeirra en hin sé hlutdeild í gistináttaskattinum. „Það hefur verið mikið samráð við okkur. Ég veit ekki hver staðan er á málinu en við viljum fá þetta í gegn,“ segir Halldór.Ólafur Örn HaraldssonHann býst við að frumvarpið geri ráð fyrir því að hvert sveitarfélag ráði fjárhæðinni sem innheimt er á hverjum stað fyrir sig. Halldór kveðst ánægður með þingmálið. „Við mætum svo fyrir þingnefnd ef við höfum einhverjar athugasemdir í lokin,“ segir hann. Á Þingvöllum hafa frá júní 2016 verið innheimt bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga um þjóðgarðinn. Tekjur vegna þeirra námu um 70 milljónum króna í fyrra. Fimm hundruð krónur eru innheimtar fyrir einkabíl en hærra verð fyrir hópbíla og eru verðflokkarnir þrír. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er ánægður með hvernig til hefur tekist með gjaldtökuna. „Þetta hefur gengið vel, ef maður á að segja það í einni setningu,“ segir hann. En ýmis úrlausnarefni hafi verið varðandi tæknilegar hliðar. Laga hafi þurft netsamband þar sem ekki er ljósleiðari á Þingvöllum. Rafkerfið þoldi nýja fyrirkomulagið ekki heldur. Ólafur þjóðgarðsvörðu segir að tekjurnar fari í endurbætur á aðstöðunni og aðbúnaði á bílastæðum, rekstur á kerfunum sem til þarf, launagreiðslur vegna gæslu á bílastæðunum og fleira. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira