Viðskipti innlent

Tommi komst ekki í stjórn Icelandair

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tommi hlaut ekki kosningu.
Tommi hlaut ekki kosningu. Vísir/Eyþór
Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hlaut ekki brautargengi í kosningu til stjórnarsetu í Icelandair Group.

Sex einstaklingar gáfu kost á sér til setu í stjórninni en aðeins fimm hlutu brautargengi.

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn Icelandair Group: 

Ásthildur Margrét Otharsdóttir. Ásthildur situr í stjórn Icelandair Group og starfar sem sjálfstæður ráðgjafi. 

Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn af stofnendum Meniga.

Katrín Olga Jóhannesdóttir. Katrín Olga situr í stjórn Icelandair Group og er stjórnarformaður Já ehf.

Ómar Benediktsson framkvæmdastjóri Farice. Ómar var á tíma varaformaður Icelandair og sat í stjórn félagsins á árunum fyrir hrun.

Úlfar Steindórsson varaformaður stjórnar Icelandair Group. Forstjóri Toytota á Íslandi.


Tengdar fréttir

Tommi vill í stjórn og sendi eigendum Icelandair bréf

Veitingamaðurinn Tómas A. Tómasson sendi stærstu hluthöfum Icelandair Group bréf í gær og leitaði eftir stuðningi við stjórnarframboð. Hann telur fyrirtækið vanta stjórnarmann úr veitingabransanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×