Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2017 16:57 Berglind Häsler ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni. Mynd/Vísir „Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði, afsakið orðbragðið, en mér er mjög mikið niðri fyrir,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði. Hún og aðrir íbúar ætlar sér að loka þjóðvegi 1 um Berufjörð til þess að mótmæla því að uppbyggingu nýs vegar í Berufirði hefur verið frestað.Austurfrétt greinir frá en í gær var tilkynnt um tíu milljarða króna niðurskurð á samgönguáætlun. Meðal þess sem hætta þarf við er uppbygging nýs vegar yfir fjörðinn. Í samtali við Vísi segir Berglind að ákvörðunin sé reiðarslag fyrir íbúa svæðisins. „Það er búið að skrifa undir þetta, það voru menn að mæla þetta, búið að teikna og þetta var farið í gegnum aðalskipulag. Nú átti bara að byrja þannig að við héldum að þetta væri að koma,“ segir Berglind. Kaflinn sem um ræðir er hluti af eina ómalbikaða hluta hringvegarins og stefndi allt í að vegurinn yrði lagfærður.Sjá einnig: Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks„Þessi vegur er ónýtur og engum boðlegur. Þetta blasir við hverjum sem er, þetta er ekki hugarburður. Eftir áratuga bið er algjörlega nóg komið. Það er ekki hægt að vekja svona falskar vonir og taka allt til baka,“ segir Berglind. Undanfarin ár hafa fréttir reglulega verið sagðar af vandræðum sem skapast hafa vegna vegarins enda segir Berlind að umferð um hann sé mikil og þar séu erlendir ferðamenn áberandi. Á síðasta ári slapp japanskur ferðamaður með skrekkinn þegar bíll hans valt í botni Berufjarðar. Betur fór á en horfðist en bíll ferðamannsins skemmdist töluvert. Berglind segir að fljótlega eftir hádegi á sunnudaginn sé stefnt að því að loka þjóðveginum svo að ná megi athygli ráðamanna. Ekki sé boðlegt að hluti þjóðvegar 1 sé í jafn slæmu ástandi og raun ber vitni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
„Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði, afsakið orðbragðið, en mér er mjög mikið niðri fyrir,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði. Hún og aðrir íbúar ætlar sér að loka þjóðvegi 1 um Berufjörð til þess að mótmæla því að uppbyggingu nýs vegar í Berufirði hefur verið frestað.Austurfrétt greinir frá en í gær var tilkynnt um tíu milljarða króna niðurskurð á samgönguáætlun. Meðal þess sem hætta þarf við er uppbygging nýs vegar yfir fjörðinn. Í samtali við Vísi segir Berglind að ákvörðunin sé reiðarslag fyrir íbúa svæðisins. „Það er búið að skrifa undir þetta, það voru menn að mæla þetta, búið að teikna og þetta var farið í gegnum aðalskipulag. Nú átti bara að byrja þannig að við héldum að þetta væri að koma,“ segir Berglind. Kaflinn sem um ræðir er hluti af eina ómalbikaða hluta hringvegarins og stefndi allt í að vegurinn yrði lagfærður.Sjá einnig: Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks„Þessi vegur er ónýtur og engum boðlegur. Þetta blasir við hverjum sem er, þetta er ekki hugarburður. Eftir áratuga bið er algjörlega nóg komið. Það er ekki hægt að vekja svona falskar vonir og taka allt til baka,“ segir Berglind. Undanfarin ár hafa fréttir reglulega verið sagðar af vandræðum sem skapast hafa vegna vegarins enda segir Berlind að umferð um hann sé mikil og þar séu erlendir ferðamenn áberandi. Á síðasta ári slapp japanskur ferðamaður með skrekkinn þegar bíll hans valt í botni Berufjarðar. Betur fór á en horfðist en bíll ferðamannsins skemmdist töluvert. Berglind segir að fljótlega eftir hádegi á sunnudaginn sé stefnt að því að loka þjóðveginum svo að ná megi athygli ráðamanna. Ekki sé boðlegt að hluti þjóðvegar 1 sé í jafn slæmu ástandi og raun ber vitni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent