Viðskipti innlent

Vigdís Hauks og Kjartan Gunnars mættu á ráðstefnu um hrunið og endurreisnina

Haraldur Guðmundsson skrifar
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, mættu og hlustuðu af athygli.
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, mættu og hlustuðu af athygli. Vísir/Anton Brink
Það var margt um manninn á ráðstefnu sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands á miðvikudag og fjallaði um helstu eftirmál bankahrunsins – endurreisn fjármálakerfisins, beitingu fjármagnshafta og uppgjörið við kröfuhafa gömlu bankanna. Tilefni ráðstefnunnar var útgáfa bókarinnar The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World's Smallest Currency Area eftir þá Ásgeir Jónsson, dósent og forseta hagfræðideildar HÍ, og Hersi Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ.

Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar HÍ.
Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindasvið HÍ.
Gylfi Magnússon, dósent við félagsvísindasvið og fyrrverandi ráðherra, sat á næstaftasta bekk.
Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ.
Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.
Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku og Jónas Fr. Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forstjóri FME.
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×