Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2017 10:16 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, notaðist við einkavefþjón fyrir tölvupósta sína þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Á tímum ræddi hann viðkvæm mál og jafnvel öryggismál, sem flokkuð eru sem viðkvæm, í tölvupóstum.Dagblaðið Indianapolis Star hefur farið yfir fjölda tölvupósta úr AOL pósthólfi Pence og fundið þar, meðal annars, samskipti ríkisstjórans fyrrverandi og Alríkislögreglunnar um handtökur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. Ljóst er að pósthólf Pence varð fyrir tölvuárás síðasta sumar. Allir á tenglaskrá Pence fengu tölvupóst frá honum, en í honum stóð að ríkisstjórinn og eiginkona hans væru föst í Filippseyjum og þyrftu nauðsynlega á peningum að halda til að komast heim. Talsmaður Pence, Marc Lotter, segir að hann hafi ekki notast við pósthólfið frá því að hann varð varaforseti Bandaríkjanna. Enn fremur hafi hann fengið utanaðkomandi aðila til að fara yfir tölvupósta í AOL pósthólfinu þegar hann hætti sem ríkisstjóri. Sá aðili hafi séð til þess að allir tölvupóstar sem tengdust opinberum málum yrðu sendir til ríkisins og skráðir sem opinber gögn.Pence og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, harðlega vegna einkavefþjóns hennar þegar hún var utanríkisráðherra.Lotter segir fyrirkomulag Pence og Clinton ekki sambærilegt, meðal annars þar sem Pence hafi ekki meðhöndlað leyndarmál ríkisins eins og hún.Indianapolis Star fékk um 30 blaðsíður af tölvupóstum Pence frá núverandi ríkisstjóra Indiana, sem neitaði þó að afhenda ótilgreindan fjölda pósta þar sem þeir væru trúnaðarmál, eða of viðkvæmir til að verða opinberir. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja líklegt að pósthólf Pence hafi verið alveg jafn óöruggt og pósthólf Clinton. Ekki er vitað til þess að pósthólf Clinton hafi orðið fyrir tölvuárás. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, notaðist við einkavefþjón fyrir tölvupósta sína þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Á tímum ræddi hann viðkvæm mál og jafnvel öryggismál, sem flokkuð eru sem viðkvæm, í tölvupóstum.Dagblaðið Indianapolis Star hefur farið yfir fjölda tölvupósta úr AOL pósthólfi Pence og fundið þar, meðal annars, samskipti ríkisstjórans fyrrverandi og Alríkislögreglunnar um handtökur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. Ljóst er að pósthólf Pence varð fyrir tölvuárás síðasta sumar. Allir á tenglaskrá Pence fengu tölvupóst frá honum, en í honum stóð að ríkisstjórinn og eiginkona hans væru föst í Filippseyjum og þyrftu nauðsynlega á peningum að halda til að komast heim. Talsmaður Pence, Marc Lotter, segir að hann hafi ekki notast við pósthólfið frá því að hann varð varaforseti Bandaríkjanna. Enn fremur hafi hann fengið utanaðkomandi aðila til að fara yfir tölvupósta í AOL pósthólfinu þegar hann hætti sem ríkisstjóri. Sá aðili hafi séð til þess að allir tölvupóstar sem tengdust opinberum málum yrðu sendir til ríkisins og skráðir sem opinber gögn.Pence og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, harðlega vegna einkavefþjóns hennar þegar hún var utanríkisráðherra.Lotter segir fyrirkomulag Pence og Clinton ekki sambærilegt, meðal annars þar sem Pence hafi ekki meðhöndlað leyndarmál ríkisins eins og hún.Indianapolis Star fékk um 30 blaðsíður af tölvupóstum Pence frá núverandi ríkisstjóra Indiana, sem neitaði þó að afhenda ótilgreindan fjölda pósta þar sem þeir væru trúnaðarmál, eða of viðkvæmir til að verða opinberir. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja líklegt að pósthólf Pence hafi verið alveg jafn óöruggt og pósthólf Clinton. Ekki er vitað til þess að pósthólf Clinton hafi orðið fyrir tölvuárás.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira