Vill bætur frá kirkjunni vegna dúntekju presta á Staðastað Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Um tvö hundruð þúsund krónur fást fyrir kíló af hreinum dún. vísir/stefán „Kári er eigandi að þessum réttindum og það ætlaði maður að kirkjan myndi virða. En það hefur ekki verið,“ segir Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur mál fyrir eiganda nágrannajarðar prestsetursins Staðastaðar. Kári H. Jónsson, sem er uppalinn í Haga, eignaðist jörðina að fullu 2007. Hagi liggur að Staðastað. Nokkrum árum síðar lét Kári skrá dúntekjuna í Gamlahólma í Hagavatni á Hagajörðina í fasteignaskrá. Kirkjan höfðaði þá mál og í fyrrahaust gekk dómur þar sem viðurkennt var að dúntekja á Snæfellsnesi tilheyrði ekki prestssetrinu Staðastað eins og kirkjan hefur talið vera. Kristján kveðst eftir hæstaréttardóminn hafa sent kirkjunni bréf fyrir hönd Kára. Viðbrögðin hafi ekki verið góð. „Ég fékk svar við því bréfi sem mér fannst nú ekki sæma.“ Kristján segir ekki gerða kröfu um ákveðna upphæð heldur sé óskað eftir viðræðum um bætur. „Eftir að Kári setti fram kröfu þess efnis að hann eigi þessar nytjar árið 2010 og þær eru skráðar á hann hefur kirkjan nytjað hlunnindin gegn kröfum eiganda,“ segir lögmaðurinn og rifjar upp atvik þegar sóknarpresturinn sem nú situr Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, og Kári hittust úti í Gamlahólma.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs.vísir/björn„Þeir gengu svo langt að þeir tóku af honum dúnpoka,“ segir Kristján sem nefnir ekki hvaða menn var þar um að ræða. „Þeir töldu að hann væri að taka það sem ekki ætti undir hann. Kári sagði að þeir hefðu tekið af honum magn sem samsvaraði fjórum kílóum af hreinum dúni.“ Að sögn Kristjáns fást fjögur til sex kíló úr hólmanum á ári. Kílóið kosti um tvö hundruð þúsund krónur. „Þannig að þetta hleypur á milljónum á þessu tímabili,“ segir hann. Páll Ágúst kveðst hafa verið við annan mann í hólmanum. „Þegar ég kem á staðinn þá sé ég að hann er búinn að taka þarna dún og ég hringi strax í lögregluna og tilkynni henni að ég telji að þarna sé maður að taka dún sem sé honum ekki ætlaður,“ segir presturinn sem aftekur með öllu að hafa tekið pokann. „En hann kærði mig fyrir að hafa tekið þarna dún sem ég svo sannarlega ekki gerði.“ Kirkjuráð tók síðasta bréf Kristjáns fyrir um miðjan febrúar. Þar var jafnframt lagt fram svar lögmanns fyrir hönd kirkjunnar „Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Kristján, sem kveðst enn ekki hafa fengið þetta nýjasta svarbréf kirkjuráðs segir Kára hins vegar vilja að kirkjan viðurkenni að hafa tekið dúninn án þess að eiga rétt á honum og bjóði bætur „Kirkjan verður að hafa það að leiðarljósi að menn fari með friði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Kári er eigandi að þessum réttindum og það ætlaði maður að kirkjan myndi virða. En það hefur ekki verið,“ segir Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur mál fyrir eiganda nágrannajarðar prestsetursins Staðastaðar. Kári H. Jónsson, sem er uppalinn í Haga, eignaðist jörðina að fullu 2007. Hagi liggur að Staðastað. Nokkrum árum síðar lét Kári skrá dúntekjuna í Gamlahólma í Hagavatni á Hagajörðina í fasteignaskrá. Kirkjan höfðaði þá mál og í fyrrahaust gekk dómur þar sem viðurkennt var að dúntekja á Snæfellsnesi tilheyrði ekki prestssetrinu Staðastað eins og kirkjan hefur talið vera. Kristján kveðst eftir hæstaréttardóminn hafa sent kirkjunni bréf fyrir hönd Kára. Viðbrögðin hafi ekki verið góð. „Ég fékk svar við því bréfi sem mér fannst nú ekki sæma.“ Kristján segir ekki gerða kröfu um ákveðna upphæð heldur sé óskað eftir viðræðum um bætur. „Eftir að Kári setti fram kröfu þess efnis að hann eigi þessar nytjar árið 2010 og þær eru skráðar á hann hefur kirkjan nytjað hlunnindin gegn kröfum eiganda,“ segir lögmaðurinn og rifjar upp atvik þegar sóknarpresturinn sem nú situr Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, og Kári hittust úti í Gamlahólma.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs.vísir/björn„Þeir gengu svo langt að þeir tóku af honum dúnpoka,“ segir Kristján sem nefnir ekki hvaða menn var þar um að ræða. „Þeir töldu að hann væri að taka það sem ekki ætti undir hann. Kári sagði að þeir hefðu tekið af honum magn sem samsvaraði fjórum kílóum af hreinum dúni.“ Að sögn Kristjáns fást fjögur til sex kíló úr hólmanum á ári. Kílóið kosti um tvö hundruð þúsund krónur. „Þannig að þetta hleypur á milljónum á þessu tímabili,“ segir hann. Páll Ágúst kveðst hafa verið við annan mann í hólmanum. „Þegar ég kem á staðinn þá sé ég að hann er búinn að taka þarna dún og ég hringi strax í lögregluna og tilkynni henni að ég telji að þarna sé maður að taka dún sem sé honum ekki ætlaður,“ segir presturinn sem aftekur með öllu að hafa tekið pokann. „En hann kærði mig fyrir að hafa tekið þarna dún sem ég svo sannarlega ekki gerði.“ Kirkjuráð tók síðasta bréf Kristjáns fyrir um miðjan febrúar. Þar var jafnframt lagt fram svar lögmanns fyrir hönd kirkjunnar „Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Kristján, sem kveðst enn ekki hafa fengið þetta nýjasta svarbréf kirkjuráðs segir Kára hins vegar vilja að kirkjan viðurkenni að hafa tekið dúninn án þess að eiga rétt á honum og bjóði bætur „Kirkjan verður að hafa það að leiðarljósi að menn fari með friði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira