Formaður dómaranefndar: Aldrei verið rætt um Ara á Facebook Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 13:30 Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals, fór mikinn í viðtölum í gær eftir svekkjandi tap síns liðs gegn Snæfelli í gær.Þar kvartaði Ari sáran undan dómurum leiksins og sagðist ekki fá sömu meðferð og aðrir þjálfarar í deildinni. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari meðal annars í viðtali við Vísi í gær. Harðar ásakanir hjá Ara sem gætu dregið dilk á eftir sér. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ari er ósáttur. Ég hef ekki séð leikinn og veit ekki hvað gerðist. Það voru reyndir menn þarna og gætu hafa gert mistök. Það gerist í öllum leikjum,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, en hvað voru dómarar að tala um Ara á Facebook? „Ég veit ekki hvað Ari er að fara þarna. Á því spjallsvæði sem ég er inn á man ég ekki eftir að það hafi verið minnst á Ara Gunnarsson. Ég veit ekki hvað hann er að í vísa í þar.“ Ari kvartaði einnig yfir því að Leifur Garðarsson dómari hefði tekið utan um Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, er Ingi var að kvarta í honum í hálfleik. „Ég skil ekki tilfinningar allra. Ég man er ég var að dæma að menn hlustuðu betur ef maður snerti þá. Þeir virtust ekki heyra annars. Þetta er bara svona klassískt hjá dómara að segja þjálfara að slaka á. Ég sé ekki stórmálið þarna.“ Að ofan má sjá viðtalið við Ara frá í gær. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals, fór mikinn í viðtölum í gær eftir svekkjandi tap síns liðs gegn Snæfelli í gær.Þar kvartaði Ari sáran undan dómurum leiksins og sagðist ekki fá sömu meðferð og aðrir þjálfarar í deildinni. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari meðal annars í viðtali við Vísi í gær. Harðar ásakanir hjá Ara sem gætu dregið dilk á eftir sér. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ari er ósáttur. Ég hef ekki séð leikinn og veit ekki hvað gerðist. Það voru reyndir menn þarna og gætu hafa gert mistök. Það gerist í öllum leikjum,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, en hvað voru dómarar að tala um Ara á Facebook? „Ég veit ekki hvað Ari er að fara þarna. Á því spjallsvæði sem ég er inn á man ég ekki eftir að það hafi verið minnst á Ara Gunnarsson. Ég veit ekki hvað hann er að í vísa í þar.“ Ari kvartaði einnig yfir því að Leifur Garðarsson dómari hefði tekið utan um Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, er Ingi var að kvarta í honum í hálfleik. „Ég skil ekki tilfinningar allra. Ég man er ég var að dæma að menn hlustuðu betur ef maður snerti þá. Þeir virtust ekki heyra annars. Þetta er bara svona klassískt hjá dómara að segja þjálfara að slaka á. Ég sé ekki stórmálið þarna.“ Að ofan má sjá viðtalið við Ara frá í gær.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45
Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00