Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Hulda Hólmkelsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 1. mars 2017 19:45 Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. Kirkjan vill að presturinn skrifi undir plagg um að ekkert hafi verið að húsinu, þrátt fyrir að gögn sýni annað. Páll Ágúst sigraði í prestskosningu 2013. Hann og kona hans, séra Karen Lind Ólafsdóttir, tóku þó ekki við íbúðarhúsinu á Staðastað fyrr en síðsumars 2014. „Það var sagt við mig að þetta hús væri fyrsta flokks og í toppstandi,“ segir hann. Annað hafi þó fljótlega komið á daginn. Silfurskottur hafi verið á kreiki og brúnar doppur birst víða um húsið. Upp úr áramótum hafi verið komið mjög þungt loft í húsið og þau prestshjónin hafi stöðugt verið að þrífa og lofta út. Asmi sonar þeirra, sem hafi verið þriggja mánaða er hjónin fluttu með þrjú börn sín á Staðastað, hafi ágerst og hann orðið stöðugt óværari. Páll Ágúst settist niður með Agnesi Sigurðardóttur Biskupi í október 2016 og fór yfir málið með henni. Svo fór að hún leysti hann undan búsetuskyldunni. Á fundi Kirkjuráðs nú í febrúar var rætt um að presturinn skilaði jörðinni. Í desember í fyrra fékk hann tilboð um að gera upp búið. „Forsenda þess að þessi ábúð er gerð upp er semsagt sú að við viðurkennum að það hafi aldrei neitt verið að þessu húsi,“ segir Páll Ágúst.Rætt var við þau Karen Lind og Pál Ágúst í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að sjá viðtalið í fullri lengd hér að ofan. Tengdar fréttir Segja húsnæðið að Staðastað ekki heilsuspillandi Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. 1. mars 2017 17:53 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. Kirkjan vill að presturinn skrifi undir plagg um að ekkert hafi verið að húsinu, þrátt fyrir að gögn sýni annað. Páll Ágúst sigraði í prestskosningu 2013. Hann og kona hans, séra Karen Lind Ólafsdóttir, tóku þó ekki við íbúðarhúsinu á Staðastað fyrr en síðsumars 2014. „Það var sagt við mig að þetta hús væri fyrsta flokks og í toppstandi,“ segir hann. Annað hafi þó fljótlega komið á daginn. Silfurskottur hafi verið á kreiki og brúnar doppur birst víða um húsið. Upp úr áramótum hafi verið komið mjög þungt loft í húsið og þau prestshjónin hafi stöðugt verið að þrífa og lofta út. Asmi sonar þeirra, sem hafi verið þriggja mánaða er hjónin fluttu með þrjú börn sín á Staðastað, hafi ágerst og hann orðið stöðugt óværari. Páll Ágúst settist niður með Agnesi Sigurðardóttur Biskupi í október 2016 og fór yfir málið með henni. Svo fór að hún leysti hann undan búsetuskyldunni. Á fundi Kirkjuráðs nú í febrúar var rætt um að presturinn skilaði jörðinni. Í desember í fyrra fékk hann tilboð um að gera upp búið. „Forsenda þess að þessi ábúð er gerð upp er semsagt sú að við viðurkennum að það hafi aldrei neitt verið að þessu húsi,“ segir Páll Ágúst.Rætt var við þau Karen Lind og Pál Ágúst í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að sjá viðtalið í fullri lengd hér að ofan.
Tengdar fréttir Segja húsnæðið að Staðastað ekki heilsuspillandi Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. 1. mars 2017 17:53 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Segja húsnæðið að Staðastað ekki heilsuspillandi Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. 1. mars 2017 17:53
Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00