Trump vill setja 108 þúsund milljarða í uppbyggingu innviða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 19:45 Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira