Innlent

Guðmundar- og Geirfinnsmál: Davíð Þór settur ríkissaksóknari á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur sett Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara á ný í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

„Endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru fyrir aðild að málunum.

Hlutverk setts ríkissaksóknara verður að taka við málunum eftir niðurstöðu endurupptökunefndar og annast áframhaldandi rekstur þeirra.“

Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana.  

Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins.

Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju.

Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×