Segja húsnæðið að Staðastað ekki heilsuspillandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. mars 2017 17:53 Sóknarpresturinn segir Staðastað dásamlegan stað en ekki komi til greina að flytja þangað inn aftur án þess að sannað sé að komist hafi verið fyrir myglu í íbúðarhúsinu. vísir/egill Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. Endurbætur hafi gengið vel og að húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi. Þetta kemur fram í viðbrögðum fasteignasviðs við frásögn hjónanna séra Karenar Lind Ólafsdóttur í Hjallakirkju og séra Páls Ágústs Ólafssonar á Staðastað sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar saka þau hjónin þjóðkirkjuna um óbilgirni gagnvart fjölskyldu sinni varðandi íbúðarhúsið á prestssetursjörðinni. Sjá einnig: Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum „Hinn 29. mars gaf verkfræðistofan VERKÍS út lokaúttektarblað eftirlits. Þar kemur fram að sex loftsýni hafi verið tekin sem sýndu að rakastig væri orðið eðlilegt og engin mygla mældist í húsinu,“ segir í tilkynningu Þjóðkirkjunnar. Þá segir einnig að á úttektarfundi þann 31. mars hafi sóknarprestur lagt fram skjal með 33 spurningum varðandi framkvæmdirnar og var VERKÍs falið að svara þeim. „VERKÍS gerir það með minnisblaði dags. 9. apríl og kemur þar fram að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist til með lagfæringar á húsinu, reyndir og vandaðir fagmenn hafi verið fengnir til að annast þær og húsinu hafi verið skilað í góðu lagi. Hinn sama dag gefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út nýja skoðunarskýrslu þar sem fram kemur að unnið hafi verið af fagmennsku við endurbætur og húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi.“Yfirlýsingu fasteignasviðs kirkjumálasjóðs má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Viðbrögð fasteignasviðs Kirkjumálasjóðs við ummælum sóknarprestsins á Staðastað í blaðagrein í Fréttablaðinu í dag 1. mars 2017.Sóknarpresturinn tók við prestsetrinu hinn 29. júlí 2014 en fráfarandi sóknarprestur hafði nýtt sér rétt sinn til að sitja jörðina til fardaga. Þá voru liðnir 8 mánuðir frá því hann tók við embætti sínu. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu áður en hann tók við því.Í ágúst 2014 gerir hann fasteignasviðinu grein fyrir því að mikið af silfurskottum séu í prestsetrinu og hann hyggist láta eitra fyrir þeim. Fasteignasviðið bregst strax við og samþykkir að greiða reikning fyrir slíkt.Í september 2014 gerir sóknarprestur fasteignasviði grein fyrir því að endurnýja þurfi baðherbergi á 2. hæð hússins og grunur sé um myglu í húsinu. Í apríl 2015 ítrekar sóknarprestur að að baðherbergi á 2. hæð sé orðið lélegt og grunur sé um að þar sé raki. Fasteignasvið bregst með því að lofa skoðun á húsinu.Fasteignasvið fær verkfræðistofuna VERKÍS til að framkvæma mælingu á raka. Sú mæling fer fram hinn 30. september 2015 og ástandsskýrsla gefin út 15. október. Raki reynist mikill í botnplötu hússins og raki og mygla í tengibyggingu milli hússins og bílageymslu. Þá reynist mygla í baðherbergi á 2. hæð. Mælt er fyrir um viðeigandi aðgerðir til að eyða rakanum og komast fyrir mygluna.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerði úttekt á húsnæðinu að beiðni sóknarprests. Það gerði sóknarpresti grein fyrir niðurstöðu hennar með bréfi hinn 19. október þar sem húsið er sagt heilsuspillandi og ráðlagt að íbúar flytji úr því meðan viðgerð stendur yfir.Fasteignasvið gerði áætlun um framkvæmdirnar og bauð sóknarpresti nýlegt húsnæði á Arnarstapa með öllum húsgögnum á meðan á framkvæmdum stæði. Sóknarprestur afþakkaði boðið en flutti úr húsinu og settist að í Borgarnesi. Framkvæmdum lauk í febrúar 2016 og hinn 10. febrúar ritar biskup sóknarpresti bréf þar sem fram kemur að þess sé vænst að aðsetur hans verði að Staðastað frá næstu mánaðamótum.Hinn 29. mars gaf verkfræðistofan VERKÍS út lokaúttektarblað eftirlits. Þar kemur fram að sex loftsýni hafi verið tekin sem sýndu að rakastig væri orðið eðlilegt og engin mygla mældist í húsinu. Á úttektarfundi hinn 31. mars leggur sóknarprestur fram skjal með 33 spurningum varðandi framkvæmdirnar og er VERKÍS falið að svara þeim. VERKÍS gerir það með minnisblaði dags. 9. apríl og kemur þar fram að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist til með lagfæringar á húsinu, reyndir og vandaðir fagmenn hafi verið fengnir til að annast þær og húsinu hafi verið skilað í góðu lagi. Hinn sama dag gefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út nýja skoðunarskýrslu þar sem fram kemur að unnið hafi verið af fagmennsku við endurbætur og húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi.Hinn 7. júlí setur sóknarprestur fram kröfur sínar um efndir ráðningarkjara og tjónsbætur. Hinn 14. október er haldinn fundur biskups og sóknarprests og þar verður sameiginleg niðurstaða sú að sóknarprestur verði leystur undan búsetuskyldu á Staðastað þrátt fyrir að allir úttektaraðilar væru sammála um að húsið væri í fullkomnu lagi. Hinn 29. desember er kröfum sóknarprests svarað með tillögu að uppgjöri. Svar berst hinn 31. janúar en svarið hafði ekki að geyma gagntilboð eins og vænst var. Hinn 8. febrúar 2017 er lögmanni sóknarprests send hvatning um að svara tilboðinu með gagntilboði. Hinn 24. febrúar barst tilboð sóknarprestsins um lokauppgjör sem lagt var fyrir fund kirkjuráðs daginn eftir og kirkjuráð hafnaði tilboðinu.mars 2017Oddur Einarssonframkvæmdastjóri kirkjuráðs Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Rosalega erfitt að þurfa að fara gegn vinnuveitenda sínum“ Upp komst um myglu í húsinu sem þau hjónin segja að hafi haft gríðarleg áhrif á alla fjölskylduna, sérstaklega ungan son þeirra hjóna sem glímir við mikinn astma. 1. mars 2017 17:05 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Fasteignasvið Kirkjumálasjóðs segir að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist með lagfæringar á prestsetrinu á Staðastað. Endurbætur hafi gengið vel og að húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi. Þetta kemur fram í viðbrögðum fasteignasviðs við frásögn hjónanna séra Karenar Lind Ólafsdóttur í Hjallakirkju og séra Páls Ágústs Ólafssonar á Staðastað sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar saka þau hjónin þjóðkirkjuna um óbilgirni gagnvart fjölskyldu sinni varðandi íbúðarhúsið á prestssetursjörðinni. Sjá einnig: Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum „Hinn 29. mars gaf verkfræðistofan VERKÍS út lokaúttektarblað eftirlits. Þar kemur fram að sex loftsýni hafi verið tekin sem sýndu að rakastig væri orðið eðlilegt og engin mygla mældist í húsinu,“ segir í tilkynningu Þjóðkirkjunnar. Þá segir einnig að á úttektarfundi þann 31. mars hafi sóknarprestur lagt fram skjal með 33 spurningum varðandi framkvæmdirnar og var VERKÍs falið að svara þeim. „VERKÍS gerir það með minnisblaði dags. 9. apríl og kemur þar fram að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist til með lagfæringar á húsinu, reyndir og vandaðir fagmenn hafi verið fengnir til að annast þær og húsinu hafi verið skilað í góðu lagi. Hinn sama dag gefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út nýja skoðunarskýrslu þar sem fram kemur að unnið hafi verið af fagmennsku við endurbætur og húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi.“Yfirlýsingu fasteignasviðs kirkjumálasjóðs má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Viðbrögð fasteignasviðs Kirkjumálasjóðs við ummælum sóknarprestsins á Staðastað í blaðagrein í Fréttablaðinu í dag 1. mars 2017.Sóknarpresturinn tók við prestsetrinu hinn 29. júlí 2014 en fráfarandi sóknarprestur hafði nýtt sér rétt sinn til að sitja jörðina til fardaga. Þá voru liðnir 8 mánuðir frá því hann tók við embætti sínu. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu áður en hann tók við því.Í ágúst 2014 gerir hann fasteignasviðinu grein fyrir því að mikið af silfurskottum séu í prestsetrinu og hann hyggist láta eitra fyrir þeim. Fasteignasviðið bregst strax við og samþykkir að greiða reikning fyrir slíkt.Í september 2014 gerir sóknarprestur fasteignasviði grein fyrir því að endurnýja þurfi baðherbergi á 2. hæð hússins og grunur sé um myglu í húsinu. Í apríl 2015 ítrekar sóknarprestur að að baðherbergi á 2. hæð sé orðið lélegt og grunur sé um að þar sé raki. Fasteignasvið bregst með því að lofa skoðun á húsinu.Fasteignasvið fær verkfræðistofuna VERKÍS til að framkvæma mælingu á raka. Sú mæling fer fram hinn 30. september 2015 og ástandsskýrsla gefin út 15. október. Raki reynist mikill í botnplötu hússins og raki og mygla í tengibyggingu milli hússins og bílageymslu. Þá reynist mygla í baðherbergi á 2. hæð. Mælt er fyrir um viðeigandi aðgerðir til að eyða rakanum og komast fyrir mygluna.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerði úttekt á húsnæðinu að beiðni sóknarprests. Það gerði sóknarpresti grein fyrir niðurstöðu hennar með bréfi hinn 19. október þar sem húsið er sagt heilsuspillandi og ráðlagt að íbúar flytji úr því meðan viðgerð stendur yfir.Fasteignasvið gerði áætlun um framkvæmdirnar og bauð sóknarpresti nýlegt húsnæði á Arnarstapa með öllum húsgögnum á meðan á framkvæmdum stæði. Sóknarprestur afþakkaði boðið en flutti úr húsinu og settist að í Borgarnesi. Framkvæmdum lauk í febrúar 2016 og hinn 10. febrúar ritar biskup sóknarpresti bréf þar sem fram kemur að þess sé vænst að aðsetur hans verði að Staðastað frá næstu mánaðamótum.Hinn 29. mars gaf verkfræðistofan VERKÍS út lokaúttektarblað eftirlits. Þar kemur fram að sex loftsýni hafi verið tekin sem sýndu að rakastig væri orðið eðlilegt og engin mygla mældist í húsinu. Á úttektarfundi hinn 31. mars leggur sóknarprestur fram skjal með 33 spurningum varðandi framkvæmdirnar og er VERKÍS falið að svara þeim. VERKÍS gerir það með minnisblaði dags. 9. apríl og kemur þar fram að ekkert bendi til annars en að vel hafi tekist til með lagfæringar á húsinu, reyndir og vandaðir fagmenn hafi verið fengnir til að annast þær og húsinu hafi verið skilað í góðu lagi. Hinn sama dag gefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út nýja skoðunarskýrslu þar sem fram kemur að unnið hafi verið af fagmennsku við endurbætur og húsnæðið sé komið í samt lag og sé ekki heilsuspillandi.Hinn 7. júlí setur sóknarprestur fram kröfur sínar um efndir ráðningarkjara og tjónsbætur. Hinn 14. október er haldinn fundur biskups og sóknarprests og þar verður sameiginleg niðurstaða sú að sóknarprestur verði leystur undan búsetuskyldu á Staðastað þrátt fyrir að allir úttektaraðilar væru sammála um að húsið væri í fullkomnu lagi. Hinn 29. desember er kröfum sóknarprests svarað með tillögu að uppgjöri. Svar berst hinn 31. janúar en svarið hafði ekki að geyma gagntilboð eins og vænst var. Hinn 8. febrúar 2017 er lögmanni sóknarprests send hvatning um að svara tilboðinu með gagntilboði. Hinn 24. febrúar barst tilboð sóknarprestsins um lokauppgjör sem lagt var fyrir fund kirkjuráðs daginn eftir og kirkjuráð hafnaði tilboðinu.mars 2017Oddur Einarssonframkvæmdastjóri kirkjuráðs
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Rosalega erfitt að þurfa að fara gegn vinnuveitenda sínum“ Upp komst um myglu í húsinu sem þau hjónin segja að hafi haft gríðarleg áhrif á alla fjölskylduna, sérstaklega ungan son þeirra hjóna sem glímir við mikinn astma. 1. mars 2017 17:05 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Rosalega erfitt að þurfa að fara gegn vinnuveitenda sínum“ Upp komst um myglu í húsinu sem þau hjónin segja að hafi haft gríðarleg áhrif á alla fjölskylduna, sérstaklega ungan son þeirra hjóna sem glímir við mikinn astma. 1. mars 2017 17:05
Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00