Öryggi nýrra debetkorta jafnmikið og eldri korta Helgi Teitur Helgason skrifar 2. mars 2017 07:00 Landsbankinn kynnti í vor nýja kynslóð debetkorta sem gefin eru út í samvinnu við Visa. Með kortunum er hægt að greiða snertilaust, þ.e. án þess að stinga kortinu í posa og slá inn PIN-númer. Fjárhæðin sem greidd er með snertilausum hætti getur þó ekki farið yfir 5.000 krónur í hvert skipti og uppsöfnuð fjárhæð án þess að PIN-númer sé slegið inn getur ekki orðið hærri en 10.500 krónur. Nýju debetkortin fylgja nýjustu öryggisstöðlum og hafa kort af þessari gerð verið í notkun erlendis frá árinu 2012. Allir bankar á Íslandi bjóða nú upp á snertilaus debetkort. Samkvæmt upplýsingum frá VISA hafa um 200 milljón snertilaus kort nú verið gefin út í Evrópu og um 20% af öllum VISA-færslum eru nú snertilausar. Eins og eðlilegt er þegar nýjungar sem þessar eru kynntar vakna spurningar hjá viðskiptavinum um eiginleika og öryggi kortanna. Á vef Landsbankans er að nálgast ítarlegar upplýsingar um nýju debetkortin. Þar kemur m.a. fram að ef debetkorti er stolið og það misnotað án þess að viðskiptin hafi verið staðfest með PIN-númeri, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og um önnur kort. Sé snertilausu korti Landsbankans stolið og takist þjófnum að taka út af því fé með sviksamlegum hætti, án þess að PIN-númer sé notað, ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu. Eftir sem áður er að mikilvægt að gæta vel að greiðslukortum sínum og láta loka þeim ef þau glatast eða þeim er stolið. Sömuleiðis er mikilvægt að gæta vel að PIN-númerum því dæmi eru um að þjófar reyni að sjá PIN-númerið og stela síðan greiðslukorti viðkomandi. Í grein eftir Gísla B. Árnason sem birtist í Fréttablaðinu í gær er m.a. vikið að þjónustugjöldum debetkorta. Af því tilefni er rétt að taka fram að færslugjald debetkorta Landsbankans er 17 kr. en gjaldið hækkaði úr 16 kr. í árslok 2015. Hækkunin tengdist ekki innleiðingu nýju debetkortanna og er færslugjaldið sem fyrr lægst hjá Landbankanum. Færslugjaldið er ávallt hið sama, hvort sem greitt er með eldri eða nýrri gerð debetkorta, með snertilausum hætti, í netverslunum eða með því að slá inn PIN-númer.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbankinn kynnti í vor nýja kynslóð debetkorta sem gefin eru út í samvinnu við Visa. Með kortunum er hægt að greiða snertilaust, þ.e. án þess að stinga kortinu í posa og slá inn PIN-númer. Fjárhæðin sem greidd er með snertilausum hætti getur þó ekki farið yfir 5.000 krónur í hvert skipti og uppsöfnuð fjárhæð án þess að PIN-númer sé slegið inn getur ekki orðið hærri en 10.500 krónur. Nýju debetkortin fylgja nýjustu öryggisstöðlum og hafa kort af þessari gerð verið í notkun erlendis frá árinu 2012. Allir bankar á Íslandi bjóða nú upp á snertilaus debetkort. Samkvæmt upplýsingum frá VISA hafa um 200 milljón snertilaus kort nú verið gefin út í Evrópu og um 20% af öllum VISA-færslum eru nú snertilausar. Eins og eðlilegt er þegar nýjungar sem þessar eru kynntar vakna spurningar hjá viðskiptavinum um eiginleika og öryggi kortanna. Á vef Landsbankans er að nálgast ítarlegar upplýsingar um nýju debetkortin. Þar kemur m.a. fram að ef debetkorti er stolið og það misnotað án þess að viðskiptin hafi verið staðfest með PIN-númeri, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og um önnur kort. Sé snertilausu korti Landsbankans stolið og takist þjófnum að taka út af því fé með sviksamlegum hætti, án þess að PIN-númer sé notað, ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu. Eftir sem áður er að mikilvægt að gæta vel að greiðslukortum sínum og láta loka þeim ef þau glatast eða þeim er stolið. Sömuleiðis er mikilvægt að gæta vel að PIN-númerum því dæmi eru um að þjófar reyni að sjá PIN-númerið og stela síðan greiðslukorti viðkomandi. Í grein eftir Gísla B. Árnason sem birtist í Fréttablaðinu í gær er m.a. vikið að þjónustugjöldum debetkorta. Af því tilefni er rétt að taka fram að færslugjald debetkorta Landsbankans er 17 kr. en gjaldið hækkaði úr 16 kr. í árslok 2015. Hækkunin tengdist ekki innleiðingu nýju debetkortanna og er færslugjaldið sem fyrr lægst hjá Landbankanum. Færslugjaldið er ávallt hið sama, hvort sem greitt er með eldri eða nýrri gerð debetkorta, með snertilausum hætti, í netverslunum eða með því að slá inn PIN-númer.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun