Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 209 hleypur Daniel Cormier, heimsmeistari í léttþungavigt, brjálaður á eftir Khabib Nurmagomedov sem keppir um bráðabirgðabeltið í léttvigt um helgina.
Cormier hafði þá komist að því að Khabib hafði gabbað hann illilega. Kennt honum rússneskt orð sem Cormier notaði ótt og títt. Vandamálið var að Cormier var sífellt að kalla sjálfan sig aumingja á rússnesku.
Allt var þetta þó á léttu nótunum og enginn meiddist. Í það minnsta ekki alvarlega.
Í nýjasta Embedded má líka sjá Stephen Thompson spila folf og margt annað skemmtilegt.
UFC 209 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um næstu helgi.
Sjá má þáttinn hér að ofan.
Khabib lét Cormier kalla sjálfan sig aumingja
Tengdar fréttir

Faðir Khabib fékk ekki að koma til Bandaríkjanna
Rússinn sem ætlar sér að velta Conor McGregor af stalli hjá UFC, Khabib Nurmagomedov, verður að komast af án föður síns um komandi helgi í Las Vegas.

Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið
Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið.