Trump efast um tilvist heimildarmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur sig geta miðlað upplýsingum betur en hann hefur gert. vísir/afp „Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira