Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 17:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Engin sönnunargögn benda til þess að starfslið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi sem fóru fram í nóvember síðastliðnum. Þetta segir Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál. BBC greinir frá. Ummælin lét Nunes hafa eftir sér í viðtali á Fox News sjónvarpsfréttastöðinni en næstkomandi mánudag mun yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey, svara spurningum nefndarinnar. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa haldið því fram síðan í desember síðastliðnum að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil. Barack Obama, fyrrverandi forseti landsins, rak meðal annars 35 rússneska erindreka úr landi vegna þessa. Þá hafa tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa einnig vakið upp spurningar en fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions höfðu báðir samskipti við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Flynn varð að segja sig frá störfum sínum og Sessions dró sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa. Samkvæmt Nunes, sem sjálfur er Repúblikani, hefur nefndin ekki komist að neinum upplýsingum sem benda til þess að tengsl hafi verið á milli starfslið Trump og Rússa í aðdraganda kosninganna. Eini glæpurinn sem nefndin hafi uppgötvað sé leki á upplýsingum um starfslið Trump. Báðar þingnefndir sem fara með njósnamál, í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni fara nú með rannsókn á málinu. Hvíta húsið hefur beðið báðar nefndir um að rannsaka fullyrðingar Trump um að Obama, hafi í valdatíð sinni, látið hlera turn hans. Nunes sagði í sama viðtali við Fox að stutt rannsókn á gögnum dómsmálaráðuneytisins hefði gefið það til kynna að engar slíkar hleranir hefðu átt sér stað. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Engin sönnunargögn benda til þess að starfslið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi sem fóru fram í nóvember síðastliðnum. Þetta segir Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál. BBC greinir frá. Ummælin lét Nunes hafa eftir sér í viðtali á Fox News sjónvarpsfréttastöðinni en næstkomandi mánudag mun yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey, svara spurningum nefndarinnar. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa haldið því fram síðan í desember síðastliðnum að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil. Barack Obama, fyrrverandi forseti landsins, rak meðal annars 35 rússneska erindreka úr landi vegna þessa. Þá hafa tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa einnig vakið upp spurningar en fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions höfðu báðir samskipti við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Flynn varð að segja sig frá störfum sínum og Sessions dró sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa. Samkvæmt Nunes, sem sjálfur er Repúblikani, hefur nefndin ekki komist að neinum upplýsingum sem benda til þess að tengsl hafi verið á milli starfslið Trump og Rússa í aðdraganda kosninganna. Eini glæpurinn sem nefndin hafi uppgötvað sé leki á upplýsingum um starfslið Trump. Báðar þingnefndir sem fara með njósnamál, í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni fara nú með rannsókn á málinu. Hvíta húsið hefur beðið báðar nefndir um að rannsaka fullyrðingar Trump um að Obama, hafi í valdatíð sinni, látið hlera turn hans. Nunes sagði í sama viðtali við Fox að stutt rannsókn á gögnum dómsmálaráðuneytisins hefði gefið það til kynna að engar slíkar hleranir hefðu átt sér stað.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira