Innlent

Lögreglan náði apóteksræningjanum

Birgir Olgeirsson skrifar
Vitni horfa á ræningjann ganga út úr apótekinu.
Vitni horfa á ræningjann ganga út úr apótekinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft hendur í hári apóteksræningjans sem lýst var eftir í gær.

Maðurinn framdi vopnað rán í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Hann huldi andlit sitt með klút og var vopnaður hnífi. Honum tókst að komast undan með lyf en engan sakaði. Starfsfólki apóteksins var hins vegar brugðið og var áfallateymi Rauða krossins kallað til vegna málsins.

Vitni sem sátu og drukku kaffi og borðuðu bakkelsi í Bakarameistaranum á meðan ránið átti sér stað kom á óvart hvað ránið fór í raun framhjá þeim. Þeir smelltu þó af mynd þegar hann gekk hröðum skrefum út. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×