Gömul saumavél markaði upphaf að samstarfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 09:15 Friðgeir og Stella innan um myndirnar sínar í Ramskram. Þær eru allar í pörum. Fréttablaðið/Anton Brink Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira