Sumir elska hann, aðrir hata hann Jónas Sen skrifar 18. mars 2017 11:00 Sigurður Flosason og félagar hans fóru á kostum í Múlanum í vikunni. Visir/Anton Brink Ég heyrði einu sinni brandara sem hljómar svona: Þú heldur á skammbyssu með tveimur kúlum og ert staddur í herbergi með Jósef Stalín, Adolf Hitler og saxófónleikaranum Kenny G. Hvað gerirðu? Svar: Þú skýtur Kenny G tvisvar. Saxófónninn fer í taugarnar á mörgum. Maðurinn sem fann hann upp hét Adolphe Sax og markmið hans var að búa til hljóðfæri mitt á milli tréblásturs- og málmblásturshljóðfæris. Segja má að það hafi tekist, hljómurinn í saxófóninum er miklu villtari en í klarinettunni sem er náskyld honum. Stundum getur hann verið óþægilega skerandi. Það á þó ekki við um saxófón Sigurðar Flosasonar, sem er ætíð sérlega mjúkur og ávalur þrátt fyrir að vera gæddur sprengikrafti. Sigurður kom fram á tónleikum í djassklúbbnum Múlanum í Björtuloftum í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Með honum léku Einar Scheving á trommur, Þorgrímur Jónsson á bassa og hinn sænski Hans Olding á rafgítar. Sigurður galdraði fram ótal blæbrigði, leikur hans var fullur af tilfinningum. Slagverksleikur Einars Scheving var margbrotinn og dýnamískur og Þorgrímur Jónsson var fumlaus og sérlega líflegur á bassanum. Olding lék svo á gítarinn af aðdáunarverðri fingralipurð. Ef finna má að einhverju var það helst styrkleikajafnvægið. Slagverkið var nokkuð sterkt á kostnað bassans sem oft hefði mátt heyrast betur í. Þetta gerði heildarhljóminn dálítið skringilegan; það vantaði botninn í hann. Tónlistin sjálf var hins vegar skemmtilega fjölbreytt. Hún var eftir þá Sigurð og Olding og var yfirleitt mjög lífleg, hrynjandin var hröð, laglínurnar snarpar og á tíðum nokkuð ómstríðar. Það var ekki mikil rómantík í stefjunum, ólíkt músíkinni sem Tríó Sunnu Gunnlaugs flutti í Múlanum viku áður. En það gerði ekkert til; tónlist getur verið svo margt! Eitt og annað sem hér var leikið var notalega suðrænt, enda gáfu þeir Sigurður og Olding út geisladisk fyrir tveimur árum með eigin útsetningum á brasilískri tónlist. Hins vegar sveif líka þjóðlegur andi yfir dagskránni. Sum lögin eftir Sigurð voru innblásin af íslenskri náttúru, norðurljósum, mosa og sandauðnum. Þar varð yfirbragðið myrkara og tempóið rólegra, sem skapaði nauðsynlega breidd í tónleikana. Ég sá nýlega fyrirsögn á Netinu sem hljóðaði svo: „Múlinn er áunninn smekkur.“ Djass á borð við þann sem er spilaður í Múlanum er náttúrulega ekki popp þó hann njóti mikillar hylli. Hins vegar voru furðu fáir Íslendingar á tónleikunum, það voru aðallega útlendingar sem fylltu Björtuloft. Kannski er smekkur Íslendinga ekki nógu þróaður fyrir djassinn, sem væri vissulega mikil synd.Niðurstaða: Heildarhljómurinn hefði mátt vera fágaðri, en tónlistin var skemmtileg og fjölbreytt. Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ég heyrði einu sinni brandara sem hljómar svona: Þú heldur á skammbyssu með tveimur kúlum og ert staddur í herbergi með Jósef Stalín, Adolf Hitler og saxófónleikaranum Kenny G. Hvað gerirðu? Svar: Þú skýtur Kenny G tvisvar. Saxófónninn fer í taugarnar á mörgum. Maðurinn sem fann hann upp hét Adolphe Sax og markmið hans var að búa til hljóðfæri mitt á milli tréblásturs- og málmblásturshljóðfæris. Segja má að það hafi tekist, hljómurinn í saxófóninum er miklu villtari en í klarinettunni sem er náskyld honum. Stundum getur hann verið óþægilega skerandi. Það á þó ekki við um saxófón Sigurðar Flosasonar, sem er ætíð sérlega mjúkur og ávalur þrátt fyrir að vera gæddur sprengikrafti. Sigurður kom fram á tónleikum í djassklúbbnum Múlanum í Björtuloftum í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Með honum léku Einar Scheving á trommur, Þorgrímur Jónsson á bassa og hinn sænski Hans Olding á rafgítar. Sigurður galdraði fram ótal blæbrigði, leikur hans var fullur af tilfinningum. Slagverksleikur Einars Scheving var margbrotinn og dýnamískur og Þorgrímur Jónsson var fumlaus og sérlega líflegur á bassanum. Olding lék svo á gítarinn af aðdáunarverðri fingralipurð. Ef finna má að einhverju var það helst styrkleikajafnvægið. Slagverkið var nokkuð sterkt á kostnað bassans sem oft hefði mátt heyrast betur í. Þetta gerði heildarhljóminn dálítið skringilegan; það vantaði botninn í hann. Tónlistin sjálf var hins vegar skemmtilega fjölbreytt. Hún var eftir þá Sigurð og Olding og var yfirleitt mjög lífleg, hrynjandin var hröð, laglínurnar snarpar og á tíðum nokkuð ómstríðar. Það var ekki mikil rómantík í stefjunum, ólíkt músíkinni sem Tríó Sunnu Gunnlaugs flutti í Múlanum viku áður. En það gerði ekkert til; tónlist getur verið svo margt! Eitt og annað sem hér var leikið var notalega suðrænt, enda gáfu þeir Sigurður og Olding út geisladisk fyrir tveimur árum með eigin útsetningum á brasilískri tónlist. Hins vegar sveif líka þjóðlegur andi yfir dagskránni. Sum lögin eftir Sigurð voru innblásin af íslenskri náttúru, norðurljósum, mosa og sandauðnum. Þar varð yfirbragðið myrkara og tempóið rólegra, sem skapaði nauðsynlega breidd í tónleikana. Ég sá nýlega fyrirsögn á Netinu sem hljóðaði svo: „Múlinn er áunninn smekkur.“ Djass á borð við þann sem er spilaður í Múlanum er náttúrulega ekki popp þó hann njóti mikillar hylli. Hins vegar voru furðu fáir Íslendingar á tónleikunum, það voru aðallega útlendingar sem fylltu Björtuloft. Kannski er smekkur Íslendinga ekki nógu þróaður fyrir djassinn, sem væri vissulega mikil synd.Niðurstaða: Heildarhljómurinn hefði mátt vera fágaðri, en tónlistin var skemmtileg og fjölbreytt.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira