Merkel hlakkar til fundarins með Trump í dag Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2017 08:43 Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari segist hlakka til að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í dag. „Það er alltaf betra að tala saman en að tala um hvort annað,“ segir kanslarinn í samtali við Saarbrücker Zeitung. Fundur þeirra var upphaflega fyrirhugaður á þriðjudag en fresta varð fundinum vegna hríðarbylsins sem gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna og lamaði flugsamgöngur. Merkel var á leið út á flugvöll á mánudag þegar Trump hringdi og sagði nauðsynlegt að fresta fundinum vegna veðurs.Öryggis- og efnahagsmál Í samtali sínu við Saarbrücker Zeitung segir Merkel að hún vilji fyrst og fremst ræða öryggis- og efnahagsmál við nýjan forseta Bandaríkjanna og alþjóðlega samvinnu. „Ríki okkar græða á því að vinna saman á góðan og réttlátan máta,“ sagði Merkel aðspurð um möguleikann á viðskiptastríði Bandaríkjanna og Evrópu. Þetta verður fyrsti fundur Trump og Merkel frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar, en þau hafa þó rætt saman í síma. Samband Merkel og forvera Trump í embætti, Barack Obama, var mjög gott og er því fundar hennar og Trump því beðið með nokkurri eftirvæntingu, sér í lagi þar sem Merkel hefur áður gagnrýnt Trump, orðfæri hans og stefnu.Ólíka sýn Vitað er að þau Merkel og Trump hafa ólíka sýn á flóttamannamál og fríverslun og hefur Trump sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“ með því að taka á móti rúmlega milljón flóttamönnum og hælisleitendum. Þá hefur Merkel harðlega gagnrýnt ferðabann Trump. Með Merkel í för eru meðal annars forstjórar bílarisans BMW og rafrækjarisans Siemens.Hefur lesið viðtal við Trump í PlayboyÍ frétt DR kemur fram að orðið á götunni sé að Merkel hafi verið mörgum tímum í að undirbúa sig fyrir fund sinn með Trump. Hafi hún þannig lesið í gegnum margar af mikilvægustu ræðum hans, lesið bók hans „The Art of the Deal“ og „Great Again: How to Fix Our Crippled America“. Þá hefur hún lesið viðtöl við hann alveg aftur til ársins 1990 þegar hann birtist á forsíðu karlatímaritsins Playboy. Merkel mun svo sækja Rússland heim í maí og funda þá með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það verður fyrsta heimsókn hennar til Rússlands í um tvö ár. Tengdar fréttir Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segist hlakka til að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í dag. „Það er alltaf betra að tala saman en að tala um hvort annað,“ segir kanslarinn í samtali við Saarbrücker Zeitung. Fundur þeirra var upphaflega fyrirhugaður á þriðjudag en fresta varð fundinum vegna hríðarbylsins sem gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna og lamaði flugsamgöngur. Merkel var á leið út á flugvöll á mánudag þegar Trump hringdi og sagði nauðsynlegt að fresta fundinum vegna veðurs.Öryggis- og efnahagsmál Í samtali sínu við Saarbrücker Zeitung segir Merkel að hún vilji fyrst og fremst ræða öryggis- og efnahagsmál við nýjan forseta Bandaríkjanna og alþjóðlega samvinnu. „Ríki okkar græða á því að vinna saman á góðan og réttlátan máta,“ sagði Merkel aðspurð um möguleikann á viðskiptastríði Bandaríkjanna og Evrópu. Þetta verður fyrsti fundur Trump og Merkel frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar, en þau hafa þó rætt saman í síma. Samband Merkel og forvera Trump í embætti, Barack Obama, var mjög gott og er því fundar hennar og Trump því beðið með nokkurri eftirvæntingu, sér í lagi þar sem Merkel hefur áður gagnrýnt Trump, orðfæri hans og stefnu.Ólíka sýn Vitað er að þau Merkel og Trump hafa ólíka sýn á flóttamannamál og fríverslun og hefur Trump sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“ með því að taka á móti rúmlega milljón flóttamönnum og hælisleitendum. Þá hefur Merkel harðlega gagnrýnt ferðabann Trump. Með Merkel í för eru meðal annars forstjórar bílarisans BMW og rafrækjarisans Siemens.Hefur lesið viðtal við Trump í PlayboyÍ frétt DR kemur fram að orðið á götunni sé að Merkel hafi verið mörgum tímum í að undirbúa sig fyrir fund sinn með Trump. Hafi hún þannig lesið í gegnum margar af mikilvægustu ræðum hans, lesið bók hans „The Art of the Deal“ og „Great Again: How to Fix Our Crippled America“. Þá hefur hún lesið viðtöl við hann alveg aftur til ársins 1990 þegar hann birtist á forsíðu karlatímaritsins Playboy. Merkel mun svo sækja Rússland heim í maí og funda þá með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það verður fyrsta heimsókn hennar til Rússlands í um tvö ár.
Tengdar fréttir Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42