Frjálslyndir bæta við sig fylgi á síðustu metrunum í Hollandi Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2017 20:00 Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn. Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn.
Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00
"Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00
Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30