Þegar Volkswagen varð verðmætasta félag í heimi Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. mars 2017 15:00 Hvernig gat það gerst að Volkswagen stakk mun stærri fyrirtæki af og varð, í nokkrar mínútur, verðmætasta skráða hlutafélag heims? Í lok október 2008 ríkti mikil óvissa í alþjóðlegum kauphöllum. Fjárfestar töpuðu flestir miklu og vegna almennra verðlækkana á mörkuðum reyndist skortsala mörgum vel. Þeir sem skortseldu hlutabréf í Volkswagen eru þó áberandi undantekning en þeir hrundu óafvitandi af stað atburðarás sem verður að teljast lyginni líkust.Skortsalar fóru á flug Skortsala er samkomulag tveggja aðila þar sem fjárfestir lánar öðrum verðbréf sín gegn gjaldi. Viðtakandinn selur bréfin á markaði og treystir að verð þeirra hafi lækkað þegar hann þarf að kaupa bréfin að nýju og komið er að því að skila þeim. Fjölmargir stórir fjárfestar töldu hlutabréf Volkswagen allt of dýr og sáu tækifæri til skortsölu. Einn stærsti hluthafi félagsins, Porsche, hóf þá að bæta við stöðu sína og kaupa bréf í stórum stíl. Þegar tilkynnt var að eign Porsche væri orðin 74% alls hlutafjár fengu skortsalarnir fyrir hjartað. Þar sem önnur 20% voru í eigu hins opinbera var ljóst að afar lítið framboð var á hlutabréfum og erfitt gæti reynst að kaupa bréf til baka og skila. Barist var um þessi fáu bréf sem eftir voru og verð þeirra fór á fleygiferð. Á örfáum dögum fimmfaldaðist verð Volkswagen og í nokkrar mínútur 28. október 2008 varð markaðsverðmætið meira en Exxon Mobil og Volkswagen þar með verðmætasta félag heims, í boði skortsalanna og óvæntra viðskipta Porsche.Sprakk í andlit fjárfesta Að sjálfsögðu entist þetta ekki og fljótlega var verðið aftur orðið eðlilegt eða því sem næst. Skortsalarnir töpuðu heilmiklu á þessu heimsmeti og lýsti talsmaður vogunarsjóðs viðskiptunum sem áhættulítilli fjárfestingu sem breyttist í kjarnorkusprengju og sprakk í andlit þeirra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki er snertir afleiðuviðskipti frá 2008, meðal annars til að lágmarka líkurnar á að slíkir atburðir geti endurtekið sig. Hluthafar og skortsalar Volkswagen geta því andað örlítið léttar, nema auðvitað að einhver sé að segja ósatt um mengun dísilvéla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvernig gat það gerst að Volkswagen stakk mun stærri fyrirtæki af og varð, í nokkrar mínútur, verðmætasta skráða hlutafélag heims? Í lok október 2008 ríkti mikil óvissa í alþjóðlegum kauphöllum. Fjárfestar töpuðu flestir miklu og vegna almennra verðlækkana á mörkuðum reyndist skortsala mörgum vel. Þeir sem skortseldu hlutabréf í Volkswagen eru þó áberandi undantekning en þeir hrundu óafvitandi af stað atburðarás sem verður að teljast lyginni líkust.Skortsalar fóru á flug Skortsala er samkomulag tveggja aðila þar sem fjárfestir lánar öðrum verðbréf sín gegn gjaldi. Viðtakandinn selur bréfin á markaði og treystir að verð þeirra hafi lækkað þegar hann þarf að kaupa bréfin að nýju og komið er að því að skila þeim. Fjölmargir stórir fjárfestar töldu hlutabréf Volkswagen allt of dýr og sáu tækifæri til skortsölu. Einn stærsti hluthafi félagsins, Porsche, hóf þá að bæta við stöðu sína og kaupa bréf í stórum stíl. Þegar tilkynnt var að eign Porsche væri orðin 74% alls hlutafjár fengu skortsalarnir fyrir hjartað. Þar sem önnur 20% voru í eigu hins opinbera var ljóst að afar lítið framboð var á hlutabréfum og erfitt gæti reynst að kaupa bréf til baka og skila. Barist var um þessi fáu bréf sem eftir voru og verð þeirra fór á fleygiferð. Á örfáum dögum fimmfaldaðist verð Volkswagen og í nokkrar mínútur 28. október 2008 varð markaðsverðmætið meira en Exxon Mobil og Volkswagen þar með verðmætasta félag heims, í boði skortsalanna og óvæntra viðskipta Porsche.Sprakk í andlit fjárfesta Að sjálfsögðu entist þetta ekki og fljótlega var verðið aftur orðið eðlilegt eða því sem næst. Skortsalarnir töpuðu heilmiklu á þessu heimsmeti og lýsti talsmaður vogunarsjóðs viðskiptunum sem áhættulítilli fjárfestingu sem breyttist í kjarnorkusprengju og sprakk í andlit þeirra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki er snertir afleiðuviðskipti frá 2008, meðal annars til að lágmarka líkurnar á að slíkir atburðir geti endurtekið sig. Hluthafar og skortsalar Volkswagen geta því andað örlítið léttar, nema auðvitað að einhver sé að segja ósatt um mengun dísilvéla.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun