Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. mars 2017 13:02 Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Mynd/Aðsend/GVA Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. Þeir Þórir Bergsson og René Boonkemap munu þá taka við rekstrinum og var það mat þriggja manna matsnefndar sem menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi á mánudag. Í samtali við Vísi segist Margrét Rósa vera „gjörsamlega slegin.“ „Skýringin sem ég fæ, þetta fer í útboð. Borgin vill meina að allir geti komið að Iðnó og það var meiningin að sá sem myndi bjóða betur, ekki bara peningalega heldur menningarlega, að sá aðili fær húsið. Það verður þriggja manna matsnefnd sem eru ungur maður hjá borginni og tvær konur hjá borginni, sem leggur til hvaða umsókn á að velja,“ segir Margrét. „Þeim líst svona vel á þessa ungu menn sem eru með allt á hreinu hvað þeir ætla að gera. Mér skilst að ég hafi ekki verið nógu vandvirk við að útskýra hvað ég er að gera, eða ætli að gera í Iðnó, ég hafi verið hálf klaufaleg við það. Ég hélt kannski að menn vissu hvað ég hefði staðið fyrir í þessu 16 ár sem ég er búin að vera.“Á allt innvolsið Margrét Rósa hefur haft umsjón með Iðnó frá árínu 2001. „2001 seldi ég Caruso, veitingastað sem ég átti uppi í Bankastræti og keypti mig inn í Iðnó, í veitingareksturinn þar. Síðan verður Leikfélag Íslands gjaldþrota og þá keypti ég af slitastjóra þrotabúið þannig að ég hef keypt mig þarna, borgað mikinn pening fyrir allt sem er þarna inni. Þegar ég fer þá fer allt út sem er inni í húsinu því það er allt í minni eigu,“ segir hún. „Ég bað um að fá útlistanir á þessu og svörin sem ég fæ eru að þeir hafi litið betur út.“ Margrét Rósa greindi vinum og vandamönnum frá niðurstöðunni á mánudag. Þar segist hún vera í sjokki. „Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifar Margrét Rósa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Elsa Yeoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, að aldrei hafi verið óánægja með störf Margrétar Rósu. „Ég vil taka það skýrt fram að það var og hefur aldrei verið óánægja með störf Margréta Rósu hún hefur staðið sig einstaklega vel við það að reka Iðnó í þágu mennigar. Við förum eftir settum reglum borgarinna með það að bjóða út reksturinn og allir eiga jafnan aðgang að sækja um. Þetta var hinsvegar tillaga matsnefnar og var samþykkt samhljóma á ráðsfundi Mennigar og ferðamálaráðs.“Facebook færslu Margrétar Rósu má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. Þeir Þórir Bergsson og René Boonkemap munu þá taka við rekstrinum og var það mat þriggja manna matsnefndar sem menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi á mánudag. Í samtali við Vísi segist Margrét Rósa vera „gjörsamlega slegin.“ „Skýringin sem ég fæ, þetta fer í útboð. Borgin vill meina að allir geti komið að Iðnó og það var meiningin að sá sem myndi bjóða betur, ekki bara peningalega heldur menningarlega, að sá aðili fær húsið. Það verður þriggja manna matsnefnd sem eru ungur maður hjá borginni og tvær konur hjá borginni, sem leggur til hvaða umsókn á að velja,“ segir Margrét. „Þeim líst svona vel á þessa ungu menn sem eru með allt á hreinu hvað þeir ætla að gera. Mér skilst að ég hafi ekki verið nógu vandvirk við að útskýra hvað ég er að gera, eða ætli að gera í Iðnó, ég hafi verið hálf klaufaleg við það. Ég hélt kannski að menn vissu hvað ég hefði staðið fyrir í þessu 16 ár sem ég er búin að vera.“Á allt innvolsið Margrét Rósa hefur haft umsjón með Iðnó frá árínu 2001. „2001 seldi ég Caruso, veitingastað sem ég átti uppi í Bankastræti og keypti mig inn í Iðnó, í veitingareksturinn þar. Síðan verður Leikfélag Íslands gjaldþrota og þá keypti ég af slitastjóra þrotabúið þannig að ég hef keypt mig þarna, borgað mikinn pening fyrir allt sem er þarna inni. Þegar ég fer þá fer allt út sem er inni í húsinu því það er allt í minni eigu,“ segir hún. „Ég bað um að fá útlistanir á þessu og svörin sem ég fæ eru að þeir hafi litið betur út.“ Margrét Rósa greindi vinum og vandamönnum frá niðurstöðunni á mánudag. Þar segist hún vera í sjokki. „Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifar Margrét Rósa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Elsa Yeoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, að aldrei hafi verið óánægja með störf Margrétar Rósu. „Ég vil taka það skýrt fram að það var og hefur aldrei verið óánægja með störf Margréta Rósu hún hefur staðið sig einstaklega vel við það að reka Iðnó í þágu mennigar. Við förum eftir settum reglum borgarinna með það að bjóða út reksturinn og allir eiga jafnan aðgang að sækja um. Þetta var hinsvegar tillaga matsnefnar og var samþykkt samhljóma á ráðsfundi Mennigar og ferðamálaráðs.“Facebook færslu Margrétar Rósu má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08