Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. mars 2017 11:08 Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. Vísir/Pjetur Þann 14. janúar síðastliðinn auglýsti Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins. Þrjár umsóknir bárust, frá Iðnó ehf, Reginn hf. og Þóri Bergssyni og René Boonekamp. Matsnefnd, skipuð þeim Signýju Pálsdóttur, Huld Ingimarsdóttur og Grétari Þór Jóhannssyni, lagði til að gengið yrði við samninga við Þóri Bergsson og René Boonekamp. Matsnefnd taldi umsóknina skera sig úr fyrir hve vel hún var unnin. „Þeir sem standa að áætluninni eru annars vegar félagslegur frumkvöðull með alþjóðlega reynslu, og hins vegar íslenskur veitingamaður með fagþekkingu og áralanga reynslu. Þeir hyggjast setja á laggirnar sjálfseignarstofnun (non-profit),“ segir í mati nefndar.Fleiri rými undir menningarstarfsemi Samkvæmt áætlun verða fleiri rými nýtt til menningarstarfsemi en áður hefur verið, en auk sala fyrir viðburði mun Iðnó bjóða upp á vinnurými fyrir skapandi fólk. Í framkvæmdaáætlun er greint á milli þrenns konar hlutverka: Viðburðarými, kaffihús & verönd, og samvinnurými. Iðnó ehf. er sá rekstraraðili sem hefur haft umsjón með starfi Iðnó síðastliðin 16 ár. Í umsókn Iðnó ehf. segir að fyrirhuguð menningarstarfsemi byggir á þeim grunni sem umsækjandi hefur byggt upp sem rekstraraðili Iðnó síðastliðin ár. Í umsókn Iðnó ehf. segir að félagið hafi verið tilbúið að greiða 350 þúsund krónur í leigu á mánuði. Þórir og René munu koma til með að greiða 600 þúsund krónur í leigu. „Umsækjandi hefur myndað góð tengsl og gott samstarf við menningarhópa, hátíðir og aðra viðburði. Umsækjandi leggur upp með að reka Iðnó á sambærilegan hátt og undanfarin ár. Sem framtíðarverkefni nefnir umsækjandi áframhaldandi samstarf við ,,fastagesti” hússins þar sem nefnd eru til sögunnar hátíðir í borginnni, leikhópar, tónlistarskólar, kórar, Bandalag ísl. listamanna, dansfélög ofl. Auk þess eflt samstarf við Leiklistarkonur 50 plús, samstarf við Leikminjasafn Íslands og Tónlistarsafn Íslands um sýningar, Kíton – konur í tónlist, málverkasýningar, sögusýningar og ljósmyndasýningar. Lögð er áhersla á sögulegt gildi hússins og fræðslu eins og með móttöku skólabarna,“ segir í mati nefndar.Vildu kaupa Iðnó Þriðji umsóknaraðilinn var Reginn fasteignafélag. Félagið setti það skilyrði fyrir umsókn sinni að leigusamningurinn innihéldi kaupréttarákvæði þar sem kveðið væri á um kauprétt leigutaka á allri fasteigninni Vonarstræti 3 á tímabilinu 1. september 2018 til 1. september. Þar sem markmið verkefnisins var ekki sala fasteignarinnar þá taldi matsnefnd sig ekki hafa umboð til að mæla með umsókninni að teknu tilliti til framangreindra skilyrða óháð öðrum þáttum umsóknar. Reginn hf lagði til að leiguverð yrði 1.336.200 krónur á mánuði og að horfa yrði á leiguverðið í samhengi við skilyrði umsóknar um kauprétt leigutaka. Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Þann 14. janúar síðastliðinn auglýsti Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins. Þrjár umsóknir bárust, frá Iðnó ehf, Reginn hf. og Þóri Bergssyni og René Boonekamp. Matsnefnd, skipuð þeim Signýju Pálsdóttur, Huld Ingimarsdóttur og Grétari Þór Jóhannssyni, lagði til að gengið yrði við samninga við Þóri Bergsson og René Boonekamp. Matsnefnd taldi umsóknina skera sig úr fyrir hve vel hún var unnin. „Þeir sem standa að áætluninni eru annars vegar félagslegur frumkvöðull með alþjóðlega reynslu, og hins vegar íslenskur veitingamaður með fagþekkingu og áralanga reynslu. Þeir hyggjast setja á laggirnar sjálfseignarstofnun (non-profit),“ segir í mati nefndar.Fleiri rými undir menningarstarfsemi Samkvæmt áætlun verða fleiri rými nýtt til menningarstarfsemi en áður hefur verið, en auk sala fyrir viðburði mun Iðnó bjóða upp á vinnurými fyrir skapandi fólk. Í framkvæmdaáætlun er greint á milli þrenns konar hlutverka: Viðburðarými, kaffihús & verönd, og samvinnurými. Iðnó ehf. er sá rekstraraðili sem hefur haft umsjón með starfi Iðnó síðastliðin 16 ár. Í umsókn Iðnó ehf. segir að fyrirhuguð menningarstarfsemi byggir á þeim grunni sem umsækjandi hefur byggt upp sem rekstraraðili Iðnó síðastliðin ár. Í umsókn Iðnó ehf. segir að félagið hafi verið tilbúið að greiða 350 þúsund krónur í leigu á mánuði. Þórir og René munu koma til með að greiða 600 þúsund krónur í leigu. „Umsækjandi hefur myndað góð tengsl og gott samstarf við menningarhópa, hátíðir og aðra viðburði. Umsækjandi leggur upp með að reka Iðnó á sambærilegan hátt og undanfarin ár. Sem framtíðarverkefni nefnir umsækjandi áframhaldandi samstarf við ,,fastagesti” hússins þar sem nefnd eru til sögunnar hátíðir í borginnni, leikhópar, tónlistarskólar, kórar, Bandalag ísl. listamanna, dansfélög ofl. Auk þess eflt samstarf við Leiklistarkonur 50 plús, samstarf við Leikminjasafn Íslands og Tónlistarsafn Íslands um sýningar, Kíton – konur í tónlist, málverkasýningar, sögusýningar og ljósmyndasýningar. Lögð er áhersla á sögulegt gildi hússins og fræðslu eins og með móttöku skólabarna,“ segir í mati nefndar.Vildu kaupa Iðnó Þriðji umsóknaraðilinn var Reginn fasteignafélag. Félagið setti það skilyrði fyrir umsókn sinni að leigusamningurinn innihéldi kaupréttarákvæði þar sem kveðið væri á um kauprétt leigutaka á allri fasteigninni Vonarstræti 3 á tímabilinu 1. september 2018 til 1. september. Þar sem markmið verkefnisins var ekki sala fasteignarinnar þá taldi matsnefnd sig ekki hafa umboð til að mæla með umsókninni að teknu tilliti til framangreindra skilyrða óháð öðrum þáttum umsóknar. Reginn hf lagði til að leiguverð yrði 1.336.200 krónur á mánuði og að horfa yrði á leiguverðið í samhengi við skilyrði umsóknar um kauprétt leigutaka.
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira