Ný Matrix-mynd sögð væntanleg Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 10:14 Carrie-Anne Moss og Keanu Reeves í The Matrix. Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd. Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein