Erlent

Skattaskýrslu Trump lekið á netið

Trump greiddi 38 milljónir dollara í skatt á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara.
Trump greiddi 38 milljónir dollara í skatt á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. nordicphotos/AFP
Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla en hún sýnir að hann borgaði um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara.

Það þýðir að það ár hafi Trump borgað eilítið hærra prósentuhlutfall tekna sinna í skatt en meðaljóninn í Bandaríkjunum en hins vegar örlítið lægra hlutfall en aðrir hátekjumenn greiddu að meðaltali.

Trump hefur þráfaldlega neitað að birta skattaskýrslur sínar og lekinn á þessari skýrslu hefur þegar verið sagður ólöglegur í Hvíta húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×