Breiðablik lenti 2-0 undir á móti Þór/KA í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld en kom til baka og tryggði sér 3-2 sigur í lokin.
Fanndís Friðriksdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika þar á meðal sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma.
Hin átján ára gamla Margrét Árnadóttir kom Þór/KA í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu nítján mínútum.
Þannig var staðan þar til að Fanndís minnkaði muninn í 2-1 á 34. mínútu.
Það var síðan komið fram á 90. mínútu þegar Rakel Hönnudóttir jafnaði metin á móti sínu gamla félagi. Blikar höfðu meiri tíma og Fanndís skoraði sigurmarkið rétt áður en lokaflautan gall.
Breiðablik hefur náð í sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum í A-deild kvenna en Valskonur eru á toppnum með níu stig og fullt hús.
Þór/KA vann frysta leik sinn á móti FH en hefur síðan tapað fyrir bæði Val og Breiðabliki.
Fanndís Friðriksdóttir er komin með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum Blika og þetta var þriðja markið hjá Rakel Hönnudóttur í keppninni.
Fanndís með sigurmarkið í uppbótartíma
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn





Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn