Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2017 14:11 Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti stendur í kosningabaráttu. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. Ergogan vísar þar blóðbaðið í Srebrenica árið 1995 þar sem hollenskri sveit friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna mistókst að koma í veg morð Bosníuserba á átta þúsund múslimskum karlmönnum og drengjum. Líkum þeirra var svo fyrir í fjöldagröfum. Atburðirnir í Srebrenica eru enn mikið ræddir í Hollandi sem og þær ákvarðanir sem hollensku friðargæsluliðarnir á þeim tíma. Nú andar köldu milli stjórnvalda í Hollandi og Tyrklandi eftir að hollensk yfirvöld ákváðu að banna fjöldafundi sem skipulagðir voru í landinu og var ætlað að virkja Tyrki búsetta í Hollandi til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem halda á í Tyrklandi um stjórnarskrárbreytingar sem mun auka til muna völd Erdogan forseta. Erdogan sakaði í kjölfarið Hollendinga og Þjóðverja um nasisma. „Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica. Við vitum hvað innræti þeirra er rotið eftir fjöldamorðið þar sem átta þúsund Bosníumenn féllu,“ sagði Erdogan í sjónvarpsávarpi sem sýnt var í beinni útsendingu fyrr í dag. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir í samtali við RTL Z að ummæli Erdogan séu „hræðileg sögufölsun“. „Við munum ekki fara niður á þetta plan. Það er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Rutte, en þingkosningar fara fram í Hollandi á morgun. Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. Ergogan vísar þar blóðbaðið í Srebrenica árið 1995 þar sem hollenskri sveit friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna mistókst að koma í veg morð Bosníuserba á átta þúsund múslimskum karlmönnum og drengjum. Líkum þeirra var svo fyrir í fjöldagröfum. Atburðirnir í Srebrenica eru enn mikið ræddir í Hollandi sem og þær ákvarðanir sem hollensku friðargæsluliðarnir á þeim tíma. Nú andar köldu milli stjórnvalda í Hollandi og Tyrklandi eftir að hollensk yfirvöld ákváðu að banna fjöldafundi sem skipulagðir voru í landinu og var ætlað að virkja Tyrki búsetta í Hollandi til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem halda á í Tyrklandi um stjórnarskrárbreytingar sem mun auka til muna völd Erdogan forseta. Erdogan sakaði í kjölfarið Hollendinga og Þjóðverja um nasisma. „Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica. Við vitum hvað innræti þeirra er rotið eftir fjöldamorðið þar sem átta þúsund Bosníumenn féllu,“ sagði Erdogan í sjónvarpsávarpi sem sýnt var í beinni útsendingu fyrr í dag. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir í samtali við RTL Z að ummæli Erdogan séu „hræðileg sögufölsun“. „Við munum ekki fara niður á þetta plan. Það er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Rutte, en þingkosningar fara fram í Hollandi á morgun.
Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46
Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17