Elín fengið sig fullsadda af óhreinskilni auglýsenda Guðný Hrönn skrifar 14. mars 2017 12:00 Elín Erna Stefánsdóttir vill vekja athygli á dulbúnum auglýsingum. vísir/vilhelm Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti nýverið færslu á Twitter þar sem hún fjallar um duldar auglýsingar sem bloggarar og samfélagsmiðlastjörnur dæla út til fylgjenda sinna í formi meðmæla. Sjálf hefur hún tileinkað sér að vera hreinskilin í allri sinni umfjöllun. Í Twitter-færslunni segir hún meðal annars: „Samfélagsmiðlafólk sem er ljúgandi um allar trissur, hættið því. Marketing fólk sem hundsar allt hreinskilið fólk, hættið því. Hreinskilið og flott samfélagsmiðla- og markaðsfólk, haldið áfram að rokka.“ Elín segist hafa pælt töluvert í þessum hlutum undanfarið og því ákvað hún að birta færslu um málið en að hennar mati er allt of mikið um að fólk mæli hiklaust með varningi án þess endilega að líka vel við vöruna, svo lengi sem það fær borgað. Og margt fólk lætur blekkjast. „Það var í raun ekkert ákveðið sem kom upp á, ég hef lengi ætlað að tala um þetta og ákvað að slá loksins til,“ segir Elín spurð út í af hverju hún ákvað að birta færsluna sína á Twitter. Sjá einnig: Þúsundir fylgjenda á Snapchat og faldar auglýsingar „Ég verð svo sannarlega vör við faldar auglýsingar, þegar maður er í bransanum þá veit maður alveg hvað er í gangi, hvaða umfjöllun er keypt og hver er það ekki. Ég veit það manna best að það tekur tíma og vinnu að vera í þessu samfélagsmiðlabraski og því skil ég vel að fólk vilji meira en áhorf eða gjafir fyrir vinnu sína en mér finnst þá að það þurfi að taka fram ef eitthvað er kostað. Eftir að reglurnar voru hertar eru þó fleiri byrjaðir að taka fram þegar vörur eru gjöf og ef umfjöllun er kostuð og það finnst mér hið besta mál,“ segir Elín sem bloggar m.a. um förðun og snyrtivörur. Elín telur að margir bloggarar birti jákvæða umfjöllun um varning án þess að vera sérlega hrifnir af varningnum vegna þess að þeir óttast að heildsölur og fyrirtæki hætti annars að leita til þeirra. „Já, ætli það sé ekki bara hræðsla við að fyrirtækin hætti samstarfi með þeim, það er nú auðvitað skemmtilegt að fá boð í flott partí og fá fína pakka reglulega.“Ekki á gestalistum lengur Sjálf hefur Elín fengið ótal boð frá fyrirtækjum sem hafa áhuga á samstarfi með henni. „Mér hefur verið boðið alls kyns samstarf, sumt áhugavert, annað ekki. Og það er auðvitað misjafnt hvernig þau eru sett upp en hingað til hefur mér ekki verið boðið neitt nógu spennandi til að ég segi já,“ útskýrir Elín sem hefur fundið fyrir því á eigin skinni að fyrirtæki loka á fólk sem fjallar á opinskáan og hreinskilinn hátt um vörur þeirra. „Ég veit allavega að ég er svo sannarlega ekki á gestalistanum hjá fyrirtækjum landsins enn þá, hvort það er út af hreinskilni minni eða að þeim finnist ég hreinlega leiðinleg veit ég ekki.“ Hún hvetur bloggara og samfélagsmiðlastjörnur til að tileinka sér vinnubrögð þar sem einlægni er í hávegum höfð. Eins hvetur hún almenning til að vera vakandi fyrir auglýsingum sem eru dulbúnar sem einlæg meðmæli. Sömuleiðis hvetur hún fólk sem vinnur við markaðsstörf hjá fyrirtækjum sem kaupa umfjöllun á bloggum og samfélagsmiðlum til að taka hreinskilinni umfjöllun fagnandi. Elín segir m.a. í Twitter-færslu sinni: „ekki fara í fýlu af því að fyrir tveimur árum sagði ég að farði frá ykkur (sem ég keypti fyrir eigin peninga) gerði mig ljóta í smettinu.“ Elín hefur fengið nokkuð jákvæð viðbrögð við Twitter-færslu sinni. „Flestir hafa bara tekið vel í þetta. Ég fékk skilaboð frá mörgum sem voru ánægðir með að ég hafi sagt mína skoðun á þessu og kunnu að meta hreinskilni mína í gegnum árin. Hins vegar veit ég alveg að þetta hefur farið illa í einhverja en þannig er það nú alltaf þegar maður opnar á sér munninn,“ segir Elín að lokum. Áhugasamir geta fylgst með henni á blogginu hennar, www.elinlikes.com, og á Snapchat undir notendanafninu elinlikes. Neytendur Tengdar fréttir Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti nýverið færslu á Twitter þar sem hún fjallar um duldar auglýsingar sem bloggarar og samfélagsmiðlastjörnur dæla út til fylgjenda sinna í formi meðmæla. Sjálf hefur hún tileinkað sér að vera hreinskilin í allri sinni umfjöllun. Í Twitter-færslunni segir hún meðal annars: „Samfélagsmiðlafólk sem er ljúgandi um allar trissur, hættið því. Marketing fólk sem hundsar allt hreinskilið fólk, hættið því. Hreinskilið og flott samfélagsmiðla- og markaðsfólk, haldið áfram að rokka.“ Elín segist hafa pælt töluvert í þessum hlutum undanfarið og því ákvað hún að birta færslu um málið en að hennar mati er allt of mikið um að fólk mæli hiklaust með varningi án þess endilega að líka vel við vöruna, svo lengi sem það fær borgað. Og margt fólk lætur blekkjast. „Það var í raun ekkert ákveðið sem kom upp á, ég hef lengi ætlað að tala um þetta og ákvað að slá loksins til,“ segir Elín spurð út í af hverju hún ákvað að birta færsluna sína á Twitter. Sjá einnig: Þúsundir fylgjenda á Snapchat og faldar auglýsingar „Ég verð svo sannarlega vör við faldar auglýsingar, þegar maður er í bransanum þá veit maður alveg hvað er í gangi, hvaða umfjöllun er keypt og hver er það ekki. Ég veit það manna best að það tekur tíma og vinnu að vera í þessu samfélagsmiðlabraski og því skil ég vel að fólk vilji meira en áhorf eða gjafir fyrir vinnu sína en mér finnst þá að það þurfi að taka fram ef eitthvað er kostað. Eftir að reglurnar voru hertar eru þó fleiri byrjaðir að taka fram þegar vörur eru gjöf og ef umfjöllun er kostuð og það finnst mér hið besta mál,“ segir Elín sem bloggar m.a. um förðun og snyrtivörur. Elín telur að margir bloggarar birti jákvæða umfjöllun um varning án þess að vera sérlega hrifnir af varningnum vegna þess að þeir óttast að heildsölur og fyrirtæki hætti annars að leita til þeirra. „Já, ætli það sé ekki bara hræðsla við að fyrirtækin hætti samstarfi með þeim, það er nú auðvitað skemmtilegt að fá boð í flott partí og fá fína pakka reglulega.“Ekki á gestalistum lengur Sjálf hefur Elín fengið ótal boð frá fyrirtækjum sem hafa áhuga á samstarfi með henni. „Mér hefur verið boðið alls kyns samstarf, sumt áhugavert, annað ekki. Og það er auðvitað misjafnt hvernig þau eru sett upp en hingað til hefur mér ekki verið boðið neitt nógu spennandi til að ég segi já,“ útskýrir Elín sem hefur fundið fyrir því á eigin skinni að fyrirtæki loka á fólk sem fjallar á opinskáan og hreinskilinn hátt um vörur þeirra. „Ég veit allavega að ég er svo sannarlega ekki á gestalistanum hjá fyrirtækjum landsins enn þá, hvort það er út af hreinskilni minni eða að þeim finnist ég hreinlega leiðinleg veit ég ekki.“ Hún hvetur bloggara og samfélagsmiðlastjörnur til að tileinka sér vinnubrögð þar sem einlægni er í hávegum höfð. Eins hvetur hún almenning til að vera vakandi fyrir auglýsingum sem eru dulbúnar sem einlæg meðmæli. Sömuleiðis hvetur hún fólk sem vinnur við markaðsstörf hjá fyrirtækjum sem kaupa umfjöllun á bloggum og samfélagsmiðlum til að taka hreinskilinni umfjöllun fagnandi. Elín segir m.a. í Twitter-færslu sinni: „ekki fara í fýlu af því að fyrir tveimur árum sagði ég að farði frá ykkur (sem ég keypti fyrir eigin peninga) gerði mig ljóta í smettinu.“ Elín hefur fengið nokkuð jákvæð viðbrögð við Twitter-færslu sinni. „Flestir hafa bara tekið vel í þetta. Ég fékk skilaboð frá mörgum sem voru ánægðir með að ég hafi sagt mína skoðun á þessu og kunnu að meta hreinskilni mína í gegnum árin. Hins vegar veit ég alveg að þetta hefur farið illa í einhverja en þannig er það nú alltaf þegar maður opnar á sér munninn,“ segir Elín að lokum. Áhugasamir geta fylgst með henni á blogginu hennar, www.elinlikes.com, og á Snapchat undir notendanafninu elinlikes.
Neytendur Tengdar fréttir Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00