Viðskipti innlent

Ríflega 40 milljóna gjaldþrot Sónar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Skiptum er lokið í þrotabúi Sónar Reykjavík sem tekið var til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember 2016. Kröfur í búið námu 43,5 milljónum króna en engar eignir fundust í búinu. Var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur.

Félagið Sónar Reykjavík, með Björn Steinbekk, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins í fararbroddi, stóð fyrir miðasölu á Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi síðasta sumar. Nokkrir þeirra sem keyptu miða af Birni fengu þá aldrei afhenta, en Björn fullyrðir að hafa endurgreitt bróðurpart allra miða.

Gam Manangement ehf., dótturfélag fjárfestingarfélagsins Gamma, var á meðal þeirra sem keypti miða af Birni en fékk þá ekki afhenta. Félagið stefni Birni og Sónar Reykjavík vegna tíu miða sem það keypti í sumar fyrir tæplega 700 þúsund krónur. Björn var sýknaður af kröfu Gamma í síðustu viku.

Engri kröfu vegna miðaviðskipta var lýst við gjaldþrotaskipta félagsins og tók skiptastjóri því ekki afstöðu til slíkra krafna, að því er segir í sýknudómnum yfir Birni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×