„Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2017 12:15 Það er morgunljóst að aðgerða á Grindavíkurvegi er þörf og ástand vegarins þolir enga bið. Tvö banaslys á síðustu mánuðum og um 90 önnur umferðarslys á síðustu árum hafa aukið óöryggi vegfarenda og töluverður skrekkur er nú í íbúum Grindavíkur vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Þetta er mat Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, sem á sæti í samráðshópi um bættari og öruggari Grindavíkurveg. Hópurinn, sem skipaður er fulltrúum bæjaryfirvalda, bæjarstjóra og fulltrúum stærstu fyrirtækjanna í Grindavík, átti fund með Vegagerðinni í síðustu viku þar sem reifaðar voru tillögur að úrbótum á Grindavíkurvegi. Frekar má fræðast um fundinn hér. Dreifing slysa á Grindavíkurvegi frá janúar 2009 – 31. október 2016. Svartur punktur táknar banaslys, rauður punktur stendur fyrir slys með miklum meiðslum, gulur punktur táknar slys með litlum meiðslum og grænn punktur stendur fyrir eignatjón.VegagerðinÍ samtali við Vísi segir Kristín að fundurinn hafi verið góður og samráðshópurinn sé reglulega ánægður með samstarfið við vegamálastjóra í gegnum árin. „Þau eru öll að vilja gerð en eru auðvitað háð fjármagni frá ríkinu. Þau skilja öll áhyggjur okkar,“ segir Kristín. „Við erum öll í sama liði þegar kemur að umferðaröryggi en nú þurfum við bara að þrýsta á og láta rödd okkar heyrast.“ Á fundinum var lagt upp með að vænlegast væri að aðskilja akstursstefnurnar á Grindavíkurvegi með vegriði til þess að sporna við allra alvarlegustu slysunum – þ.e. þeim sem verða með samkeyrslu bíla úr gagnstæðum áttum.Sjá einnig: Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum GrindavíkurvegiAð mati Kristínar og annarra fundarmanna er þó ljóst að meira þurfi að koma til. Ástand vegarins sé afleitt; í honum eru víða djúpar holur, hann sé verulega varhugaverður í hálku á a.m.k. 3 stöðum ásamt því að hann sé víða alltof þröngur miðað við aðstæður. „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg. Það þarf að breikka hann og, heilt yfir, fara í rosalegar framkvæmdir á Grindavíkurvegi,“ segir Kristín. Það strandi þó á fjármagni sem ekki er gert ráð fyrir í samgönguáætlun.Samráðshópurinn á fund með samgönguráðherra á miðvikudag og hefur farið fram á fund með fjármálaráðherra til að þrýsta á fjárveitingar til málsins. Kristín segir hópinn hafa sínar hugmyndir um hvernig skuli standa að fjármögnun framkvæmdanna. „Það hafa komið miklir peningar inn í ríkiskassann með sölu eigna á Ásbrú. Rætt var um það á sínum tíma að þeir peningar ættu að fara í innviðauppbyggingu á svæðinu og það er gríðarlega mikilvægt að sú uppbygging eigi sér stað í vegakerfinu,“ segir Kristín og vísar þar til umferðaraukningarinnar á svæðinu.Sjá einnig: Margoft krafist úrbóta á GrindavíkurvegiUm 60% fleiri bílar fóru um Grindavíkurveg á hverjum degi allt árið í fyrra en árið 2010. Það eru ekki einungis ferðamenn sem bera ábyrgð á aukningunni heldur hefur Grindvíkingum að sama skapi fjölgað umtalsvert samhliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, svo sem í tengslum við aukna starfsemi á Bláa lóns-svæðinu.Ákveðið var á fundi samráðshópsins og Vegagerðarinnar að gera „sérstaka umferðaröryggisúttekt á Grindavíkurvegi á næstunni í samræmi við reglugerð um umferðaröryggisstjórnun vega. Úttektin mun m.a. ná til öryggissvæðisins við hlið vegar. Gerð verður áætlun um lagfæringar til að öryggissvæðið uppfylli núgildandi kröfur í veghönnunarreglum. Hér er t.d. verið að tala um að fjarlægja hraunklappir sem eru of nærri veginum,“ segir Kristín. Vegagerðin mun gera kostnaðaráætlun fyrir „2+1 veg“ alla leið frá Reykjanesbraut að þéttbýlinu í Grindavík. Að sögn Kristínar munu fulltrúar Grindavíkurbæjar, í viðræðum við fjárveitingavaldið, áfram leggja höfuðáherslu á endurbætur Grindavíkurvegar, en ljóst er að aðskilnaður akstursstefna, hvort sem er fyrir 1+1 veg eða 2+1 veg, verði ekki framkvæmdur nema til komi sérmerktar fjárveitingar.Nánar má fræðast um fund samráðshópsins og Vegagerðarinnar hér þar sem má sjá fleiri myndir af ástandi Grindavíkurvegar ásamt sundurliðun á slysunum sem orðið hafa á veginum frá árinu 2009. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Það er morgunljóst að aðgerða á Grindavíkurvegi er þörf og ástand vegarins þolir enga bið. Tvö banaslys á síðustu mánuðum og um 90 önnur umferðarslys á síðustu árum hafa aukið óöryggi vegfarenda og töluverður skrekkur er nú í íbúum Grindavíkur vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Þetta er mat Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, sem á sæti í samráðshópi um bættari og öruggari Grindavíkurveg. Hópurinn, sem skipaður er fulltrúum bæjaryfirvalda, bæjarstjóra og fulltrúum stærstu fyrirtækjanna í Grindavík, átti fund með Vegagerðinni í síðustu viku þar sem reifaðar voru tillögur að úrbótum á Grindavíkurvegi. Frekar má fræðast um fundinn hér. Dreifing slysa á Grindavíkurvegi frá janúar 2009 – 31. október 2016. Svartur punktur táknar banaslys, rauður punktur stendur fyrir slys með miklum meiðslum, gulur punktur táknar slys með litlum meiðslum og grænn punktur stendur fyrir eignatjón.VegagerðinÍ samtali við Vísi segir Kristín að fundurinn hafi verið góður og samráðshópurinn sé reglulega ánægður með samstarfið við vegamálastjóra í gegnum árin. „Þau eru öll að vilja gerð en eru auðvitað háð fjármagni frá ríkinu. Þau skilja öll áhyggjur okkar,“ segir Kristín. „Við erum öll í sama liði þegar kemur að umferðaröryggi en nú þurfum við bara að þrýsta á og láta rödd okkar heyrast.“ Á fundinum var lagt upp með að vænlegast væri að aðskilja akstursstefnurnar á Grindavíkurvegi með vegriði til þess að sporna við allra alvarlegustu slysunum – þ.e. þeim sem verða með samkeyrslu bíla úr gagnstæðum áttum.Sjá einnig: Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum GrindavíkurvegiAð mati Kristínar og annarra fundarmanna er þó ljóst að meira þurfi að koma til. Ástand vegarins sé afleitt; í honum eru víða djúpar holur, hann sé verulega varhugaverður í hálku á a.m.k. 3 stöðum ásamt því að hann sé víða alltof þröngur miðað við aðstæður. „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg. Það þarf að breikka hann og, heilt yfir, fara í rosalegar framkvæmdir á Grindavíkurvegi,“ segir Kristín. Það strandi þó á fjármagni sem ekki er gert ráð fyrir í samgönguáætlun.Samráðshópurinn á fund með samgönguráðherra á miðvikudag og hefur farið fram á fund með fjármálaráðherra til að þrýsta á fjárveitingar til málsins. Kristín segir hópinn hafa sínar hugmyndir um hvernig skuli standa að fjármögnun framkvæmdanna. „Það hafa komið miklir peningar inn í ríkiskassann með sölu eigna á Ásbrú. Rætt var um það á sínum tíma að þeir peningar ættu að fara í innviðauppbyggingu á svæðinu og það er gríðarlega mikilvægt að sú uppbygging eigi sér stað í vegakerfinu,“ segir Kristín og vísar þar til umferðaraukningarinnar á svæðinu.Sjá einnig: Margoft krafist úrbóta á GrindavíkurvegiUm 60% fleiri bílar fóru um Grindavíkurveg á hverjum degi allt árið í fyrra en árið 2010. Það eru ekki einungis ferðamenn sem bera ábyrgð á aukningunni heldur hefur Grindvíkingum að sama skapi fjölgað umtalsvert samhliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, svo sem í tengslum við aukna starfsemi á Bláa lóns-svæðinu.Ákveðið var á fundi samráðshópsins og Vegagerðarinnar að gera „sérstaka umferðaröryggisúttekt á Grindavíkurvegi á næstunni í samræmi við reglugerð um umferðaröryggisstjórnun vega. Úttektin mun m.a. ná til öryggissvæðisins við hlið vegar. Gerð verður áætlun um lagfæringar til að öryggissvæðið uppfylli núgildandi kröfur í veghönnunarreglum. Hér er t.d. verið að tala um að fjarlægja hraunklappir sem eru of nærri veginum,“ segir Kristín. Vegagerðin mun gera kostnaðaráætlun fyrir „2+1 veg“ alla leið frá Reykjanesbraut að þéttbýlinu í Grindavík. Að sögn Kristínar munu fulltrúar Grindavíkurbæjar, í viðræðum við fjárveitingavaldið, áfram leggja höfuðáherslu á endurbætur Grindavíkurvegar, en ljóst er að aðskilnaður akstursstefna, hvort sem er fyrir 1+1 veg eða 2+1 veg, verði ekki framkvæmdur nema til komi sérmerktar fjárveitingar.Nánar má fræðast um fund samráðshópsins og Vegagerðarinnar hér þar sem má sjá fleiri myndir af ástandi Grindavíkurvegar ásamt sundurliðun á slysunum sem orðið hafa á veginum frá árinu 2009.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira