Fótbolti

Zidane segir að Navas hafi bjargað stigunum þremur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Navas var svekktur með mistökin.
Navas var svekktur með mistökin. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að Kaylor Navas hafi gert sig sekan um ótrúleg mistök í 2-1 sigri Real Madrid á Real Betis um helgina var honum hrósað fyrir frammistöðuna eftir leikinn.

Betis komst yfir um miðjan fyrri hálfleikinn eftir að Navas missti skot Tonny Sanabria inn fyrir marklínua. Skömmu áður hafði Navas sloppið með skrekkinn eftir að hann braut á Darko Brasanac og var heppinn að fá ekki rautt spjald.



Madrídingar komu þó til baka eftir þetta og mörk þeirra Cristiano Ronaldo og Sergio Ramos tryggðu Evrópumeisturunum sigurinn.

„Þetta er hluti af leiknum. Mistök geta átt sér stað og allir gera mistök,“ sagði Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, eftir leikinn.

Navas varð glæsilega í uppbótartíma frá varamanninum Alex Alegria og Zidane sagði að það hafi verið lykilþáttur fyrir Madrídinga.

„Hann bjargaði okkur í lokin. Allir leikmenn vita vel hversu mikilvægur Keylor er fyrir okkur. Að lokum var það markvarslan hans sem tryggði okkur stigin þrjú.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×