Bruno sá aftur rautt en Maguire bjargaði stigi í uppbótartíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 21:00 Harry Maguire skorar jöfnunarmark Manchester United gegn Porto. getty/Zohaib Alam Tíu menn Manchester United rétt björguðu stigi í uppbótartíma á útivelli gegn Porto. Allt stefndi í tap þrátt fyrir að gestirnir hafi tekið tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Bruno Fernandes sá rautt annan leikinn í röð. Marcus Rashford var fyrstur á blað, strax á 7. mínútu. Rasmus Höjlund bætti svo öðru markinu við eftir tæpar tuttugu mínútur. Frábær byrjun hjá gestunum sem ætluðu að sanna sig og sýna styrk eftir óvænt jafntefli gegn Twente í fyrstu umferð. Aðeins fimmtán mínútum síðar var leikurinn hins vegar jafn á ný. Pepe minnkaði muninn með skallamarki og Samuel Omorodion skoraði jöfnunarmarkið, einnig með kollspyrnu. Snemma í seinni hálfleik tók Porto svo forystuna. Omorodion bætti þar við sínu öðru marki, sem fyrri markaskorarinn Pepe lagði upp. Frábær samleikur þeirra tveggja í kvöld. Fyrirliðinn Bruno Fernandes lét síðan reka sig af velli á 80. mínútu. Fékk að líta annað gula spjaldið fyrir að lyfta skósólanum heldur hátt í baráttu um boltann. Annar leikurinn í röð sem hann fær að fjúka en þetta spjald var vafasamt líkt og síðustu helgi gegn Tottenham. Allt stefndi í tap en Harry Maguire reif sig upp í uppbótartíma, stökk hæst eftir hornspyrnu Christian Eriksen og jafnaði leikinn. Manchester United tókst þar með að bjarga stigi úr leiknum, liðið er nú með tvö stig eftir tvo leiki. Porto er með eitt stig eftir tap gegn Bodö/Glimt í fyrstu umferð. Evrópudeild UEFA
Tíu menn Manchester United rétt björguðu stigi í uppbótartíma á útivelli gegn Porto. Allt stefndi í tap þrátt fyrir að gestirnir hafi tekið tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Bruno Fernandes sá rautt annan leikinn í röð. Marcus Rashford var fyrstur á blað, strax á 7. mínútu. Rasmus Höjlund bætti svo öðru markinu við eftir tæpar tuttugu mínútur. Frábær byrjun hjá gestunum sem ætluðu að sanna sig og sýna styrk eftir óvænt jafntefli gegn Twente í fyrstu umferð. Aðeins fimmtán mínútum síðar var leikurinn hins vegar jafn á ný. Pepe minnkaði muninn með skallamarki og Samuel Omorodion skoraði jöfnunarmarkið, einnig með kollspyrnu. Snemma í seinni hálfleik tók Porto svo forystuna. Omorodion bætti þar við sínu öðru marki, sem fyrri markaskorarinn Pepe lagði upp. Frábær samleikur þeirra tveggja í kvöld. Fyrirliðinn Bruno Fernandes lét síðan reka sig af velli á 80. mínútu. Fékk að líta annað gula spjaldið fyrir að lyfta skósólanum heldur hátt í baráttu um boltann. Annar leikurinn í röð sem hann fær að fjúka en þetta spjald var vafasamt líkt og síðustu helgi gegn Tottenham. Allt stefndi í tap en Harry Maguire reif sig upp í uppbótartíma, stökk hæst eftir hornspyrnu Christian Eriksen og jafnaði leikinn. Manchester United tókst þar með að bjarga stigi úr leiknum, liðið er nú með tvö stig eftir tvo leiki. Porto er með eitt stig eftir tap gegn Bodö/Glimt í fyrstu umferð.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“