Allt kapp lagt á leit að Arturi Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. mars 2017 19:45 Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. Um hádegisbil í dag voru voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Upphafsstaður leitarinnar er Kársnes í Kópavogi, en símagögn sem lögregla hefur aflað benda til þess að sími Arturs hafi verið þar nóttina sem hann hvarf. Leitað var í Kársnesi og meðfram strandlengjunni þar en leitarsvæðið nær allt frá Gróttu að Álftanesi. Leitað er í bátum, með drónum auk þess sem gengið er meðfram ströndinni. Þá var leit hafin í Öskjuhlíð seinnipartinn í dag. Fjölskylda og vinir Arturs tóku þátt í leitinni. Einnig tók þyrla landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í dag. „Við erum emð símagögn sem sýna síma hans koma inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs og við höfum miðað leitina 360 gráður út frá þeim sendi. Hóparnir eru búnir að fara yfir stóran hluta af þessum svæðum. Við bíðum nú eftir nánari símagögnum og þau koma vonandi fyrir kvöldið og segja okkur eitthvað annars tökum við stöðuna einhverntíman eftir kvöldmat,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Þann 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur úr Breiðholti þar sem hann býr. Hann tók út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum en mun sú fjárhæð hafa verið óveruleg að sögn lögreglu. Hann sást síðast á eftirlitsmyndavél í Lækjargötu. Tæplega þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í Kópavogi en eftir það slökknar á símanum. Artur hefur búið á Íslandi í um fimm ár. Tveir bræður Arturs búa einnig á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Ástæða þess að lögreglan fékk ekki leitarbeiðni fyrr en síðastliðinn fimmtudag, eða rúmri viku eftir að hann hvarf, er sú að fjölskylda hans vissi ekki að hann væri horfinn fyrir þann tíma en þau hafa ekki átt í miklum samskiptum við hann upp á síðkastið. Ásgeir segir að það geri lögreglunni erfiðara fyrir hve seint hún fékk upplýsingar um hvarfið. „Við erum með svolítið kalda slóð en það er ekkert til að draga úr okkur og við leggjum allt kapp á þetta mál,“ segir Ásgeir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðust þau telja nánast útilokað að um sjálfsvíg væri að ræða. Þau óttist að honum hafi verið unnið mein. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn málsins og er enn verið að vinna úr gögnum úr síma og fartölvu Arturs. Guðmundur Páll Jónsson, sem stýrir rannsókn málsins, segir rannsókninni miða vel. „Við erum búin að staðsetja hann núna, hvar hann sást síðast, í vesturbæ Kópavogs og þar var leitað í dag og leitað fram eftir kvöldi," segir Guðmundur Páll. „Við erum að afla upplýsinga. Við erum að fá tölvupósta frá fólki úti í bæ og svo erum við að reyna að afla upptökum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs. Ég vil endilega hvetja eigendur fyrirtækja sem eru með upptökur á sínum húsum að hafa samband við okkur svo við getum hugsanlega nýtt þær í rannsókn á þessu mannshvarfi.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. Um hádegisbil í dag voru voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Upphafsstaður leitarinnar er Kársnes í Kópavogi, en símagögn sem lögregla hefur aflað benda til þess að sími Arturs hafi verið þar nóttina sem hann hvarf. Leitað var í Kársnesi og meðfram strandlengjunni þar en leitarsvæðið nær allt frá Gróttu að Álftanesi. Leitað er í bátum, með drónum auk þess sem gengið er meðfram ströndinni. Þá var leit hafin í Öskjuhlíð seinnipartinn í dag. Fjölskylda og vinir Arturs tóku þátt í leitinni. Einnig tók þyrla landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í dag. „Við erum emð símagögn sem sýna síma hans koma inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs og við höfum miðað leitina 360 gráður út frá þeim sendi. Hóparnir eru búnir að fara yfir stóran hluta af þessum svæðum. Við bíðum nú eftir nánari símagögnum og þau koma vonandi fyrir kvöldið og segja okkur eitthvað annars tökum við stöðuna einhverntíman eftir kvöldmat,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Þann 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur úr Breiðholti þar sem hann býr. Hann tók út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum en mun sú fjárhæð hafa verið óveruleg að sögn lögreglu. Hann sást síðast á eftirlitsmyndavél í Lækjargötu. Tæplega þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í Kópavogi en eftir það slökknar á símanum. Artur hefur búið á Íslandi í um fimm ár. Tveir bræður Arturs búa einnig á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Ástæða þess að lögreglan fékk ekki leitarbeiðni fyrr en síðastliðinn fimmtudag, eða rúmri viku eftir að hann hvarf, er sú að fjölskylda hans vissi ekki að hann væri horfinn fyrir þann tíma en þau hafa ekki átt í miklum samskiptum við hann upp á síðkastið. Ásgeir segir að það geri lögreglunni erfiðara fyrir hve seint hún fékk upplýsingar um hvarfið. „Við erum með svolítið kalda slóð en það er ekkert til að draga úr okkur og við leggjum allt kapp á þetta mál,“ segir Ásgeir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðust þau telja nánast útilokað að um sjálfsvíg væri að ræða. Þau óttist að honum hafi verið unnið mein. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn málsins og er enn verið að vinna úr gögnum úr síma og fartölvu Arturs. Guðmundur Páll Jónsson, sem stýrir rannsókn málsins, segir rannsókninni miða vel. „Við erum búin að staðsetja hann núna, hvar hann sást síðast, í vesturbæ Kópavogs og þar var leitað í dag og leitað fram eftir kvöldi," segir Guðmundur Páll. „Við erum að afla upplýsinga. Við erum að fá tölvupósta frá fólki úti í bæ og svo erum við að reyna að afla upptökum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs. Ég vil endilega hvetja eigendur fyrirtækja sem eru með upptökur á sínum húsum að hafa samband við okkur svo við getum hugsanlega nýtt þær í rannsókn á þessu mannshvarfi.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira