Viðskipti innlent

Sátt náð í dómsmáli slitastjórnar Landsbankans og PwC

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Landsbankinn sakaði PwC meðal annars um ranga ráðgjöf.
Landsbankinn sakaði PwC meðal annars um ranga ráðgjöf. vísir/vilhelm
Slitastjórn Landsbanka Íslands og endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) hafa náð samkomulagi um að mál, sem slitastjórnin höfðaði gegn PwC, skuli falla niður.

Dómsmálið höfðaði slitastjórn Landsbankans í árslok 2012 og fór fram á 100 milljarða króna skaðabætur úr vasa PricewaterhouseCoopers vegna meints fjárhagslegs tjóns sem endurskoðunarfyrirtækið olli Landsbankanum.

Þegar málið var höfðað í desember 2012 greindi fréttastofa RÚV frá því að slitastjórnin teldi að PwC hefði valdið tjóni meðal annars með rangri ráðgjöf.

Í tilkynningu frá slitastjórn Landsbankans segir að það sé mat LBI og PwC að sú niðurstaða sem sáttin færi sé viðunandi eftir atvikum.

„Með henni er komið í veg fyrir ófyrirsjáanlegan kostnað af áframhaldandi málarekstri um ófyrirséðan tíma og aðilar geta nú betur einbeitt sér að daglegri starfsemi sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×