Kaupa 90 milljarða aflandskróna 12. mars 2017 14:20 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, þegar tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi í dag. Vísir/Eyþór Seðlabanki Íslands kaupir 90 milljarða króna af eigendum aflandskróna samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á milli þeirra. Bankinn telur viðskiptin bægja hættunni á hröðu útstreymi aflandskróna við losun fjármagnshafta frá. Tilkynnt er um samkomulagið í frétt á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að bankinn kaupi aflandskrónurnar á genginu 137,5 krónur á evru. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljörðum króna í lok febrúar. Eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn muni fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Breytingar sem gerðar voru á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál í dag hafa ekki áhrif á heimildir aflandskrónueigenda, en aflandskrónueigendum sem ekki eiga aðild að samkomulaginu verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. „Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Seðlabankinn segir að losun á takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum heimila og fyrirtækja í október hafi ekki leitt til verulegs útflæðis gjaldeyris. Á sama tíma hafi gjaldeyrisforði stækkað umtalsvert. Þessi þróun ásamt samkomulaginu nú dragi úr áhættu við áframhaldandi losun fjármagnshafta. Gjaldeyrisforðinn hafi aukist úr tæpum 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá því að áætlun um losun hafta var kynnt í júní 2015, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. „Stækkun forðans gerir Seðlabankanum mögulegt að ganga til ofangreindra viðskipta. Eftir viðskiptin verður forðinn vel yfir því viðmiði sem stefnt var að í aðdraganda losunar fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Seðlabanki Íslands kaupir 90 milljarða króna af eigendum aflandskróna samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á milli þeirra. Bankinn telur viðskiptin bægja hættunni á hröðu útstreymi aflandskróna við losun fjármagnshafta frá. Tilkynnt er um samkomulagið í frétt á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að bankinn kaupi aflandskrónurnar á genginu 137,5 krónur á evru. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljörðum króna í lok febrúar. Eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn muni fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Breytingar sem gerðar voru á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál í dag hafa ekki áhrif á heimildir aflandskrónueigenda, en aflandskrónueigendum sem ekki eiga aðild að samkomulaginu verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. „Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Seðlabankinn segir að losun á takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum heimila og fyrirtækja í október hafi ekki leitt til verulegs útflæðis gjaldeyris. Á sama tíma hafi gjaldeyrisforði stækkað umtalsvert. Þessi þróun ásamt samkomulaginu nú dragi úr áhættu við áframhaldandi losun fjármagnshafta. Gjaldeyrisforðinn hafi aukist úr tæpum 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá því að áætlun um losun hafta var kynnt í júní 2015, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. „Stækkun forðans gerir Seðlabankanum mögulegt að ganga til ofangreindra viðskipta. Eftir viðskiptin verður forðinn vel yfir því viðmiði sem stefnt var að í aðdraganda losunar fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira