Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2017 18:30 Silfra á Þingvöllum í dag. Svæðinu hefur verið lokað tímabundið. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58
Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27
Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35