Viðskipti innlent

Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent í kvöld

Birgir Olgeirsson skrifar
PIPAR/TBWA tekur við verðlaunum fyrir bestu almannaheillaauglýsinguna.
PIPAR/TBWA tekur við verðlaunum fyrir bestu almannaheillaauglýsinguna. Ímark
Íslensku auglýsingaverðlaunin voru afhent í Hörpu í kvöld. Eru þau veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2016.

Eftirfarandi fengu verðlaun í sínum flokkum:

Vinningshafi í flokki vefauglýsinga:

Happdrætti Háskóla Íslands: Taktu hár úr hala mínu - Pipar/TBWA



Vinningshafi í flokki almannaheillaauglýsinga:

Stígamót: Styttum svartnættið - PIPAR/TBWA

Vinningshafi í flokki samfélagsmiðla:

Síminn/Samgöngustofa: Höldum fókus - Tjarnargata

Vinningshafi í flokki beinnar markaðssetningar:

Kringlan: 1. apríl - Kringla



Vinningshafi í flokki umhverfis og viðburða:

Sögur útgáfa: Svartigaldur - Kontor Reykjavík

Vinningshafi í flokki veggspjöld og skilti:

Ævar vísindamaður: Lestrarátak 2017 - Brandenburg

Vinningshafi í flokki herferða:

Inspired by Iceland: Iceland Academy - Íslenska auglýsingastofan

Vinningshafi í flokki kvikmyndaðra auglýsinga:

Icelandair fyrir Ísland - Íslenska auglýsingastofan

Vinningshafi í flokki prentauglýsinga:

Reebok fitness: Losaðu þig við jólalögin - Brandenburg

Vinningshafi í flokki Mörkun:

Víking brugghús: Víking Craft Selection - Jónsson & Le'macks



Vinningshafi í flokki stafrænna auglýsinga:

Inspired by Iceland: Iceland acadamy - Íslenska auglýsingastofan

Vinningshafi í flokki útvarpsauglýsingar:

Atlantsolía: Atlantsolía vs Fiskikóngurinn - H:N markaðssamskipti


Tengdar fréttir

Herferð Íslandsbanka vann Áruna

Auglýsingaherferðin Mín áskorun hlaut verðlaun í flokknum ÁRA á ÍMARK deginum í dag. Verðlaunin eru veitt fyrir árangursríkustu herferðina. Auglýsandi er Íslandsbanki og sá ENNEM auglýsingastofa um verkefnið.

Brandenburg með flestar tilnefningar til Lúðursins

Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flestar tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, þriðja árið í röð eða alls sextán. Pipar/TBWA hlaut tíu tilnefningar, ENNEMM átta og Íslenska auglýsingastofan sjö. Önnur fyrirtæki fengu fimm tilnefningar eða færri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×