Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2017 19:00 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116% á einu ári. Á sama tíma er grimm umframeftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn að uppbyggingaráform í borginni hafi gengið illa eftir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að grípa til raunhæfra aðgerða til að mæta húsnæðisvandanum. „Núna framundan eru nokkur þúsund íbúðir í farvatninu þannig að við erum að horfa fram á betri tíð en þetta eru tvö, þrjú, fjögur ár. Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ segir Ármann. Hann segir að slíkt bann væri hluti af heildarstefnumörkun ríkisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og aðila innan ferðaþjónustu. „Þetta eru tvö þúsund gistirými bara í Reykjavík sem eru í þessu. Íbúðaþörfin hér er 1.800 íbúðir á ári. Við sjáum að ef við myndum takmarka Airbnb þá myndi markaðurinn breytast mjög hratt.“Dagur B. Eggertsson skrifaði í dag fyrir undir samninga fyirr hönd Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við Elliðaárvog við hlið hverfisins sem senn rís í Vogabyggð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifaði í dag undir samninga um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við hliðina á Vogabyggð, nýju hverfi vestan við Elliðaárvoginn. Alls verða 350 íbúðir á Gelgjutanganum en 720 íbúðir í Vogabyggð sem fara senn í sölu. Dagur segir að vissulega hafi Airbnb sett þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Borgin hafi á síðustu árum hraðað uppbyggingu til að mæta aukinni eftirspurn. Uppbygging á nýjum reitum er hins vegar ekki nægilega mikil eða hröð til að mæta eftirspurn ef marka má skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn. Bæði Dagur og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. „Ég átti fund með hinum bæjarstjórunum síðastliðinn mánudag þar sem við fórum yfir þetta. Allir eru að safna gögnum hjá sér og við hittumst aftur eftir helgi og hittum í kjölfarið félagsmálaráðherra til þess að fara yfir þetta saman. Ég vona að það náist samstaða um að það sé ekki bara borgin heldur öll sveitarfélögin sem fari í uppbyggingarátak til að mæta vandanum í húsnæðismálum,“ segir Dagur. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116% á einu ári. Á sama tíma er grimm umframeftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn að uppbyggingaráform í borginni hafi gengið illa eftir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að grípa til raunhæfra aðgerða til að mæta húsnæðisvandanum. „Núna framundan eru nokkur þúsund íbúðir í farvatninu þannig að við erum að horfa fram á betri tíð en þetta eru tvö, þrjú, fjögur ár. Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ segir Ármann. Hann segir að slíkt bann væri hluti af heildarstefnumörkun ríkisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og aðila innan ferðaþjónustu. „Þetta eru tvö þúsund gistirými bara í Reykjavík sem eru í þessu. Íbúðaþörfin hér er 1.800 íbúðir á ári. Við sjáum að ef við myndum takmarka Airbnb þá myndi markaðurinn breytast mjög hratt.“Dagur B. Eggertsson skrifaði í dag fyrir undir samninga fyirr hönd Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við Elliðaárvog við hlið hverfisins sem senn rís í Vogabyggð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifaði í dag undir samninga um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við hliðina á Vogabyggð, nýju hverfi vestan við Elliðaárvoginn. Alls verða 350 íbúðir á Gelgjutanganum en 720 íbúðir í Vogabyggð sem fara senn í sölu. Dagur segir að vissulega hafi Airbnb sett þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Borgin hafi á síðustu árum hraðað uppbyggingu til að mæta aukinni eftirspurn. Uppbygging á nýjum reitum er hins vegar ekki nægilega mikil eða hröð til að mæta eftirspurn ef marka má skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn. Bæði Dagur og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. „Ég átti fund með hinum bæjarstjórunum síðastliðinn mánudag þar sem við fórum yfir þetta. Allir eru að safna gögnum hjá sér og við hittumst aftur eftir helgi og hittum í kjölfarið félagsmálaráðherra til þess að fara yfir þetta saman. Ég vona að það náist samstaða um að það sé ekki bara borgin heldur öll sveitarfélögin sem fari í uppbyggingarátak til að mæta vandanum í húsnæðismálum,“ segir Dagur.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira