Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2017 19:00 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116% á einu ári. Á sama tíma er grimm umframeftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn að uppbyggingaráform í borginni hafi gengið illa eftir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að grípa til raunhæfra aðgerða til að mæta húsnæðisvandanum. „Núna framundan eru nokkur þúsund íbúðir í farvatninu þannig að við erum að horfa fram á betri tíð en þetta eru tvö, þrjú, fjögur ár. Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ segir Ármann. Hann segir að slíkt bann væri hluti af heildarstefnumörkun ríkisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og aðila innan ferðaþjónustu. „Þetta eru tvö þúsund gistirými bara í Reykjavík sem eru í þessu. Íbúðaþörfin hér er 1.800 íbúðir á ári. Við sjáum að ef við myndum takmarka Airbnb þá myndi markaðurinn breytast mjög hratt.“Dagur B. Eggertsson skrifaði í dag fyrir undir samninga fyirr hönd Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við Elliðaárvog við hlið hverfisins sem senn rís í Vogabyggð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifaði í dag undir samninga um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við hliðina á Vogabyggð, nýju hverfi vestan við Elliðaárvoginn. Alls verða 350 íbúðir á Gelgjutanganum en 720 íbúðir í Vogabyggð sem fara senn í sölu. Dagur segir að vissulega hafi Airbnb sett þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Borgin hafi á síðustu árum hraðað uppbyggingu til að mæta aukinni eftirspurn. Uppbygging á nýjum reitum er hins vegar ekki nægilega mikil eða hröð til að mæta eftirspurn ef marka má skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn. Bæði Dagur og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. „Ég átti fund með hinum bæjarstjórunum síðastliðinn mánudag þar sem við fórum yfir þetta. Allir eru að safna gögnum hjá sér og við hittumst aftur eftir helgi og hittum í kjölfarið félagsmálaráðherra til þess að fara yfir þetta saman. Ég vona að það náist samstaða um að það sé ekki bara borgin heldur öll sveitarfélögin sem fari í uppbyggingarátak til að mæta vandanum í húsnæðismálum,“ segir Dagur. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116% á einu ári. Á sama tíma er grimm umframeftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn að uppbyggingaráform í borginni hafi gengið illa eftir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að grípa til raunhæfra aðgerða til að mæta húsnæðisvandanum. „Núna framundan eru nokkur þúsund íbúðir í farvatninu þannig að við erum að horfa fram á betri tíð en þetta eru tvö, þrjú, fjögur ár. Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ segir Ármann. Hann segir að slíkt bann væri hluti af heildarstefnumörkun ríkisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og aðila innan ferðaþjónustu. „Þetta eru tvö þúsund gistirými bara í Reykjavík sem eru í þessu. Íbúðaþörfin hér er 1.800 íbúðir á ári. Við sjáum að ef við myndum takmarka Airbnb þá myndi markaðurinn breytast mjög hratt.“Dagur B. Eggertsson skrifaði í dag fyrir undir samninga fyirr hönd Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við Elliðaárvog við hlið hverfisins sem senn rís í Vogabyggð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifaði í dag undir samninga um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við hliðina á Vogabyggð, nýju hverfi vestan við Elliðaárvoginn. Alls verða 350 íbúðir á Gelgjutanganum en 720 íbúðir í Vogabyggð sem fara senn í sölu. Dagur segir að vissulega hafi Airbnb sett þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Borgin hafi á síðustu árum hraðað uppbyggingu til að mæta aukinni eftirspurn. Uppbygging á nýjum reitum er hins vegar ekki nægilega mikil eða hröð til að mæta eftirspurn ef marka má skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn. Bæði Dagur og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. „Ég átti fund með hinum bæjarstjórunum síðastliðinn mánudag þar sem við fórum yfir þetta. Allir eru að safna gögnum hjá sér og við hittumst aftur eftir helgi og hittum í kjölfarið félagsmálaráðherra til þess að fara yfir þetta saman. Ég vona að það náist samstaða um að það sé ekki bara borgin heldur öll sveitarfélögin sem fari í uppbyggingarátak til að mæta vandanum í húsnæðismálum,“ segir Dagur.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira