Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2017 19:00 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116% á einu ári. Á sama tíma er grimm umframeftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn að uppbyggingaráform í borginni hafi gengið illa eftir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að grípa til raunhæfra aðgerða til að mæta húsnæðisvandanum. „Núna framundan eru nokkur þúsund íbúðir í farvatninu þannig að við erum að horfa fram á betri tíð en þetta eru tvö, þrjú, fjögur ár. Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ segir Ármann. Hann segir að slíkt bann væri hluti af heildarstefnumörkun ríkisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og aðila innan ferðaþjónustu. „Þetta eru tvö þúsund gistirými bara í Reykjavík sem eru í þessu. Íbúðaþörfin hér er 1.800 íbúðir á ári. Við sjáum að ef við myndum takmarka Airbnb þá myndi markaðurinn breytast mjög hratt.“Dagur B. Eggertsson skrifaði í dag fyrir undir samninga fyirr hönd Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við Elliðaárvog við hlið hverfisins sem senn rís í Vogabyggð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifaði í dag undir samninga um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við hliðina á Vogabyggð, nýju hverfi vestan við Elliðaárvoginn. Alls verða 350 íbúðir á Gelgjutanganum en 720 íbúðir í Vogabyggð sem fara senn í sölu. Dagur segir að vissulega hafi Airbnb sett þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Borgin hafi á síðustu árum hraðað uppbyggingu til að mæta aukinni eftirspurn. Uppbygging á nýjum reitum er hins vegar ekki nægilega mikil eða hröð til að mæta eftirspurn ef marka má skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn. Bæði Dagur og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. „Ég átti fund með hinum bæjarstjórunum síðastliðinn mánudag þar sem við fórum yfir þetta. Allir eru að safna gögnum hjá sér og við hittumst aftur eftir helgi og hittum í kjölfarið félagsmálaráðherra til þess að fara yfir þetta saman. Ég vona að það náist samstaða um að það sé ekki bara borgin heldur öll sveitarfélögin sem fari í uppbyggingarátak til að mæta vandanum í húsnæðismálum,“ segir Dagur. Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116% á einu ári. Á sama tíma er grimm umframeftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn að uppbyggingaráform í borginni hafi gengið illa eftir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að grípa til raunhæfra aðgerða til að mæta húsnæðisvandanum. „Núna framundan eru nokkur þúsund íbúðir í farvatninu þannig að við erum að horfa fram á betri tíð en þetta eru tvö, þrjú, fjögur ár. Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ segir Ármann. Hann segir að slíkt bann væri hluti af heildarstefnumörkun ríkisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og aðila innan ferðaþjónustu. „Þetta eru tvö þúsund gistirými bara í Reykjavík sem eru í þessu. Íbúðaþörfin hér er 1.800 íbúðir á ári. Við sjáum að ef við myndum takmarka Airbnb þá myndi markaðurinn breytast mjög hratt.“Dagur B. Eggertsson skrifaði í dag fyrir undir samninga fyirr hönd Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við Elliðaárvog við hlið hverfisins sem senn rís í Vogabyggð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifaði í dag undir samninga um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við hliðina á Vogabyggð, nýju hverfi vestan við Elliðaárvoginn. Alls verða 350 íbúðir á Gelgjutanganum en 720 íbúðir í Vogabyggð sem fara senn í sölu. Dagur segir að vissulega hafi Airbnb sett þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Borgin hafi á síðustu árum hraðað uppbyggingu til að mæta aukinni eftirspurn. Uppbygging á nýjum reitum er hins vegar ekki nægilega mikil eða hröð til að mæta eftirspurn ef marka má skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn. Bæði Dagur og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. „Ég átti fund með hinum bæjarstjórunum síðastliðinn mánudag þar sem við fórum yfir þetta. Allir eru að safna gögnum hjá sér og við hittumst aftur eftir helgi og hittum í kjölfarið félagsmálaráðherra til þess að fara yfir þetta saman. Ég vona að það náist samstaða um að það sé ekki bara borgin heldur öll sveitarfélögin sem fari í uppbyggingarátak til að mæta vandanum í húsnæðismálum,“ segir Dagur.
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira