Innlent

Meðvitundarlaus maður við Silfru

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki liggur fyrir hvort að maðurinn missti meðvitund við köfun í gjánni.
Ekki liggur fyrir hvort að maðurinn missti meðvitund við köfun í gjánni. vísir/gva
Uppfært klukkan 17:04: Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna slyssins:

„Kl. 15:59 í dag barst útkall til Neyðarlínu vegna manns sem bjargað hafði verið meðvitundarlausum á land úr Silfru á Þingvöllum.  Lögregla og sjúkralið ásamt þyrlu LHG voru kölluð til.  Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, mun hafa verið að snorkla í gjánni og hafa verið í för með fleiri úr fjölskyldunni í skipulagðri ferð. Verið er að flytja manninn með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík.

Uppfært klukkan 16:59:
Maðurinn sem missti meðvitund við Silfru í dag er erlendur ferðamaður sem var í skipulagðri ferð að snorkla í gjánni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er verið að hlúa að manninum á vettvangi.

Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum.

Búið er að kalla út allt tiltækt sjúkralið og lögreglu auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, en slíkt er hefðbundið verklag.

Oddur segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort maðurinn hafi misst meðvitund við köfun í Silfru en afar vinsælt er að kafa í gjánni. Það er þó ekki hættulaust en stutt er síðan maður lést við köfun þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×