Lífið

Týpískur pub quiz þáttur þar sem áhorfendur eru hvattir til að taka þátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jói G. heldur utan um þáttastjórn.
Jói G. heldur utan um þáttastjórn.
Í sumar hefur göngu sína nýr spurningaþáttur á Stöð 2 sem ber nafnið Svörum saman en spyrillinn verður leikarinn geðþekki Jóhann G. Jóhannsson.

Um er að ræða sígildan pub quiz  þátt þar sem hvatt er  til þátttöku áhorfenda heima í stofu. Í hverjum þætti er einn gestur hjá Jóa sem hann spjallar við og þeir brúa bilið á milli spurninga og svara.

„Þátturinn gengur út á góða og fræðandi stund í góðra vina hópi. Ég fæ til mín stórskemmtilegan og áhugaverðan gest til að spjalla við og spurningar sem tengjast honum,“ segir Jóhann í samtali við Vísi.

„Þátttakendur í sal eru valdir úr umsóknum sem senda á inn á netfangið svorumsaman@stod2.is. Þeir taka þátt í spurningaleiknum og geta unnið flotta vinninga. Eins verður leikur fyrir áhorfendur heima, þeir geta svarað spurningunum og sent inn svörin og líka unnið verðlaun. En aðalverðlaunin verða skemmtun og gleði fyrir alla fjölskylduna.“

Hann segir að fólk getið búist við þægilegri og afslappaðri stundu þegar það horfið á þáttinn. Hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá Jóa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×