Skýrslan um Matvælastofnun Árni Stefán Árnason skrifar 29. mars 2017 15:09 Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar