Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 28-30 | FH-ingar komnir á toppinn eftir sigur í grannaslag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2017 21:30 FH-ingar fagna sigri í leikslok. Vísir/Ernir FH vann tveggja mark sigur á Haukum, 28-30, í grannaslag í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum skaust FH á topp deildarinnar. FH-ingar eru með örlögin í sínum höndum en vinni þeir Selfyssinga í lokaumferðinni á þriðjudaginn verða þeir deildarmeistarar í fyrsta skipti í aldarfjórðung. Haukar eru hins vegar áfram í 3. sæti deildarinnar en Íslandsmeistararnir hafa tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Aðeins annað liðið var tilbúið í þennan leik í kvöld. FH-ingar byrjuðu af gríðarlegum krafti og eftir 11 mínútur var staðan 2-7, Fimleikafélaginu í vil. Vörn FH var gríðarlega öflug og í sókninni léku Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson lausum hala. Grétar Ari Guðjónsson byrjaði í marki Hauka en tókst ekki að verja skot á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þá kom Giedrius Morkunas í markið og Litháinn varði ágætlega það sem eftir lifði fyrri hálfleiks (36%). Ágúst Elí Björgvinsson fann sig hins vegar ekki í marki FH. Framan af leik var Ivan Ivokovic eini sóknarmaður Hauka með meðvitund. Króatinn bauð upp á sannkallaða skotsýningu í fyrri hálfleik og skoraði sjö af 14 mörkum Hauka. Ásbjörn var einnig með sjö mörk í hálfleik í liði FH. Heimamenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og Jón Þorbjörn Jóhannsson minnkaði muninn í tvígang í eitt mark undir lok fyrri hálfleiks. Ásbjörn skoraði hins vegar síðasta mark fyrri hálfleiks og FH-ingar leiddu því með tveimur mörkum í hálfleik, 14-16. FH hélt forystunni framan af seinni hálfleik en smám saman náðu Haukar yfirhöndinni. Þeir náðu svo loksins að jafna þegar Hákon Daði Styrmisson skoraði sitt þriðja mark. FH-ingar voru í miklum vandræðum í sókninni á þessum kafla og þurftu að hafa gríðarlega mikið fyrir mörkunum sínum. Eftir að Tjörvi Þorgeirsson kom Haukum í fyrsta sinn yfir, 22-21, tók Halldór Sigfússon, þjálfari FH, leikhlé og breytti yfir í framliggjandi vörn. Hún slökkti í Ivokovic sem fór allt í einu að klikka á skotum. Sóknarleikur FH batnaði svo með innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem átti nokkrar góðar línusendingar, skoraði eitt mark og fiskaði svo Heimi Óla Heimisson út af með rautt spjald þegar sex mínútur voru eftir. Þetta rauða spjald reyndist dýrt en FH-ingar nýttu sér liðsmuninn til að komast yfir, 26-27. Þeir voru svo svalari á lokamínútunum og lönduðu tveggja marka sigri, 28-30. Ásbjörn var markahæstur í liði FH með níu mörk. Ágúst og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sex mörk hvor en sá síðarnefndi var afar mikilvægur á þeim kafla þegar verst gekk í sókninni hjá FH í seinni hálfleik. Ivokovic skoraði 10 mörk fyrir Hauka sem söknuðu framlags frá Adam Hauki Baumruk sem skoraði bara eitt mark. Morkunas var góður í markinu og varði 16 skot (42%).vísir/ernirGunnar: Verður að halda haus í 60 mínútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að slæm byrjun hafi orðið sínum mönnum að falli í leiknum gegn FH í kvöld. Þá hafi rauða spjaldið sem Heimir Óli Heimisson fékk á 54. mínútu reynst afar dýrt. „Við vorum alltof passívir og flatir í byrjun og lengi í gang. Við gerðum okkur erfitt fyrir. En við vorum komnir inn í leikinn og með frumkvæðið en misstum hausinn á 54. mínútu. Í svona Hafnarfjarðarslag verðurðu að halda haus í 60 mínútur. Það var munurinn á liðunum í dag,“ sagði Gunnar. Hann sagði að rauða spjaldið hefði verið réttur dómur og var aðallega fúll út í Heimi Óla sem gerði félögum sínum mikinn óleik með því að láta reka sig út af. „Hárrétt, þetta var glórulaust. Deildarmeistaratitilinn var í húfi og fimm mínútur eftir. Með sigri hefðum við verið í kjörstöðu. Þú verður að halda haus,“ sagði Gunnar. „Ég er rosalega svekktur að klára þetta ekki miðað við stöðuna sem við vorum komnir í. Þetta var svekkjandi,“ sagði þjálfarinn að lokum.Vísir/ErnirHalldór: Frábær leikur Halldór Sigfússon, þjálfari FH, kvaðst afar stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Haukum í kvöld. „Ég er virkilega stoltur. Þetta var frábær leikur um deildarmeistaratitilinn. Þetta var frábært fyrir Hafnarfjörð, íslenskan handbolta, leikmennina og alla sem tóku þátt í leiknum,“ sagði Halldór. FH-ingar eru aðeins einu skrefi frá deildarmeistaratitlinum en vinni þeir Selfyssinga í lokaumferðinni á þriðjudaginn enda þeir á toppnum. „Við vissum það alltaf að þetta væri í okkar höndum. Við eigum eitt erfitt verkefni eftir. Við hugsum bara um okkar hluti,“ sagði Halldór sem breytti í framliggjandi vörn um miðjan seinni hálfleik, þegar Haukar voru með frumkvæðið. „Við vorum í basli í vörninni frá 15. mínútu. En við skiptum um vörn og þeir lentu í smá erfiðleikum. Það var virkilega sætt að klára þetta.“ FH-ingar voru í vandræðum í sókninni fyrri hluta seinni hálfleiks en náðu svo áttum. Halldór segir að sínir menn hefðu alltaf haldið skipulagi, sem hafi skipt sköpum. „Menn héldu plani, að hreyfa þá mjög vel og láta þá gera mistökin. Við tókum ekki ótímabær skot og náðum að koma okkur til baka,“ sagði Halldór að lokum.vísir/ernirVísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira
FH vann tveggja mark sigur á Haukum, 28-30, í grannaslag í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum skaust FH á topp deildarinnar. FH-ingar eru með örlögin í sínum höndum en vinni þeir Selfyssinga í lokaumferðinni á þriðjudaginn verða þeir deildarmeistarar í fyrsta skipti í aldarfjórðung. Haukar eru hins vegar áfram í 3. sæti deildarinnar en Íslandsmeistararnir hafa tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Aðeins annað liðið var tilbúið í þennan leik í kvöld. FH-ingar byrjuðu af gríðarlegum krafti og eftir 11 mínútur var staðan 2-7, Fimleikafélaginu í vil. Vörn FH var gríðarlega öflug og í sókninni léku Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson lausum hala. Grétar Ari Guðjónsson byrjaði í marki Hauka en tókst ekki að verja skot á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þá kom Giedrius Morkunas í markið og Litháinn varði ágætlega það sem eftir lifði fyrri hálfleiks (36%). Ágúst Elí Björgvinsson fann sig hins vegar ekki í marki FH. Framan af leik var Ivan Ivokovic eini sóknarmaður Hauka með meðvitund. Króatinn bauð upp á sannkallaða skotsýningu í fyrri hálfleik og skoraði sjö af 14 mörkum Hauka. Ásbjörn var einnig með sjö mörk í hálfleik í liði FH. Heimamenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og Jón Þorbjörn Jóhannsson minnkaði muninn í tvígang í eitt mark undir lok fyrri hálfleiks. Ásbjörn skoraði hins vegar síðasta mark fyrri hálfleiks og FH-ingar leiddu því með tveimur mörkum í hálfleik, 14-16. FH hélt forystunni framan af seinni hálfleik en smám saman náðu Haukar yfirhöndinni. Þeir náðu svo loksins að jafna þegar Hákon Daði Styrmisson skoraði sitt þriðja mark. FH-ingar voru í miklum vandræðum í sókninni á þessum kafla og þurftu að hafa gríðarlega mikið fyrir mörkunum sínum. Eftir að Tjörvi Þorgeirsson kom Haukum í fyrsta sinn yfir, 22-21, tók Halldór Sigfússon, þjálfari FH, leikhlé og breytti yfir í framliggjandi vörn. Hún slökkti í Ivokovic sem fór allt í einu að klikka á skotum. Sóknarleikur FH batnaði svo með innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem átti nokkrar góðar línusendingar, skoraði eitt mark og fiskaði svo Heimi Óla Heimisson út af með rautt spjald þegar sex mínútur voru eftir. Þetta rauða spjald reyndist dýrt en FH-ingar nýttu sér liðsmuninn til að komast yfir, 26-27. Þeir voru svo svalari á lokamínútunum og lönduðu tveggja marka sigri, 28-30. Ásbjörn var markahæstur í liði FH með níu mörk. Ágúst og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sex mörk hvor en sá síðarnefndi var afar mikilvægur á þeim kafla þegar verst gekk í sókninni hjá FH í seinni hálfleik. Ivokovic skoraði 10 mörk fyrir Hauka sem söknuðu framlags frá Adam Hauki Baumruk sem skoraði bara eitt mark. Morkunas var góður í markinu og varði 16 skot (42%).vísir/ernirGunnar: Verður að halda haus í 60 mínútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að slæm byrjun hafi orðið sínum mönnum að falli í leiknum gegn FH í kvöld. Þá hafi rauða spjaldið sem Heimir Óli Heimisson fékk á 54. mínútu reynst afar dýrt. „Við vorum alltof passívir og flatir í byrjun og lengi í gang. Við gerðum okkur erfitt fyrir. En við vorum komnir inn í leikinn og með frumkvæðið en misstum hausinn á 54. mínútu. Í svona Hafnarfjarðarslag verðurðu að halda haus í 60 mínútur. Það var munurinn á liðunum í dag,“ sagði Gunnar. Hann sagði að rauða spjaldið hefði verið réttur dómur og var aðallega fúll út í Heimi Óla sem gerði félögum sínum mikinn óleik með því að láta reka sig út af. „Hárrétt, þetta var glórulaust. Deildarmeistaratitilinn var í húfi og fimm mínútur eftir. Með sigri hefðum við verið í kjörstöðu. Þú verður að halda haus,“ sagði Gunnar. „Ég er rosalega svekktur að klára þetta ekki miðað við stöðuna sem við vorum komnir í. Þetta var svekkjandi,“ sagði þjálfarinn að lokum.Vísir/ErnirHalldór: Frábær leikur Halldór Sigfússon, þjálfari FH, kvaðst afar stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Haukum í kvöld. „Ég er virkilega stoltur. Þetta var frábær leikur um deildarmeistaratitilinn. Þetta var frábært fyrir Hafnarfjörð, íslenskan handbolta, leikmennina og alla sem tóku þátt í leiknum,“ sagði Halldór. FH-ingar eru aðeins einu skrefi frá deildarmeistaratitlinum en vinni þeir Selfyssinga í lokaumferðinni á þriðjudaginn enda þeir á toppnum. „Við vissum það alltaf að þetta væri í okkar höndum. Við eigum eitt erfitt verkefni eftir. Við hugsum bara um okkar hluti,“ sagði Halldór sem breytti í framliggjandi vörn um miðjan seinni hálfleik, þegar Haukar voru með frumkvæðið. „Við vorum í basli í vörninni frá 15. mínútu. En við skiptum um vörn og þeir lentu í smá erfiðleikum. Það var virkilega sætt að klára þetta.“ FH-ingar voru í vandræðum í sókninni fyrri hluta seinni hálfleiks en náðu svo áttum. Halldór segir að sínir menn hefðu alltaf haldið skipulagi, sem hafi skipt sköpum. „Menn héldu plani, að hreyfa þá mjög vel og láta þá gera mistökin. Við tókum ekki ótímabær skot og náðum að koma okkur til baka,“ sagði Halldór að lokum.vísir/ernirVísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira