Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 22-22 | Andri Snær jafnaði í blálokin Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 29. mars 2017 14:46 Þjálfarinn Sverre Jakobsson lék í vörn Akureyrarliðsins í kvöld. vísir/Andri Marinó Botnlið Akureyrar fór til Vestmannaeyja í kvöld og náði 22-22 jafntefli á móti heitasta liði Olís-deildar karla. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark Akureyringa úr vinstra horninu rétt áður en lokaflautið gall. Andri Snær Stefánsson var markahæstur hjá norðanmönnum með sex mörk. Það var ekki margt sem benti til annars en sigur ÍBV í dag þegar þeir tóku á móti Akureyri í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar. ÍBV voru fyrir leikinn búnir að vinna sjö í röð og voru taplausir á þessu ári. Í síðustu umferð unnu Eyjamenn risa sigur á Haukum og tylltu sér á toppinn. Akureyri á hinn bóginn var að berjast fyrir lífi sínu, voru með þrjú töp á bakinu og í neðsta sætinu. Gestirnir mættu dýrvitlausir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þeir byrjuðu mun betur og eftir korters leik var staðan 7-2 fyrir Akureyri. Eyjamenn rönkuðu aðeins við sér eftir þetta en sterkur varnarleikur Akureyri hélt að mestu aftur af þeim. Tomas Olason í marki gestanna fór mikinn og sá til þess að ÍBV kæmist ekki aftur inn í leikinn. Seinni hálfleikur einkenndist af töfum og lélegu flæði í leiknum. Dómararnir voru mikið að stoppa leikinn og það truflaði klárlega. Engu að síður náðu Eyjamenn loks að sýna sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum og þegar 10 mínútur lifðu leiks jöfnuðu þeir og tóku svo forystuna. Akureyringar þurftu því að elta undir lok leiksins. Eyjamenn klúðruðu síðustu sókn sinni og vel útfærð lokasókn gestanna skilaði þeim jöfnunarmarki og stigi á síðustu sekúndu leiksins, bókstaflega. Þessi úrslit þýða það að ÍBV missir líklega toppsætið til annað hvort FH eða Hauka eftir því hvort liðið hefur betur í þeirra viðureign. Akureyri á enn möguleika á að bjarga sér. Þeir eiga hreinan úrslitaleik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni.Ingimundur: Menn voru að spila fyrir félagið og hvorn annan í dag Ingimundur Ingimundarson hjá Akureyri vildi tvö stig úr leiknum í dag en var samt ánægður með sína menn í dag. „Ég hefði þegið eitt stig fyrr í vetur, en ég veit ekki hversu mikið þetta eina stig hjálpar okkur í dag, engu að síður mjög sterkt að klára þetta, ef við horfum á stöðuna í deildinni það veltur bara á úrslitum Stjörnunnar í dag hvort þetta eina stig hjálpar okkur,“ sagði Ingimundur. „Ég er ánægður með strákana, það er svo margt sem blæs á móti okkur þessa dagana, hópurinn okkar er þéttur og við erum að berjast fram í rauðan dauðann og sjáum hvort við fáum ekki úrslitaleik á þriðjudaginn og ef ég fær strákana svona stemmda í þann leik þá erum við mjög sterkir,“ sagði Ingimundur. Varnarleikurinn var virkilega sterkur hjá gestunum í dag. „Viljinn og baráttan var ég ánægðastur með, menn voru að spila fyrir félagið og hvorn annan í dag, þeir gáfu gjörsamlega allt í þetta. Við spiluðum góðan varnarleik, það er frábært fyrir okkur að fá bara 22 mörk á okkur gegn ÍBV, ég tel það mjög sterkt,“ sagði Ingimundur. Slæmir kaflar hjá Akureyri hleyptu ÍBV aftur inn í leikinn oftar en einu sinni. „Það voru vissulega slæmir kaflar hjá okkur en sterkt hjá okkur að koma aftur til baka. Við vorum sjálfir okkur verstir, við vorum að gera hluti sem við ætluðum að forðast að gera. Við buðum hættunni heim með lélegu vali á sendingum og skotfærum. Það er mjög hættulegt gegn ÍBV, þeir eru einstaklega fljótir fram og eru fljótir að refsa fyrir svona einföld mistök,“ sagði Ingimundur. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með Eyjamönnum í dag og sagði Ingimundur að það munað klárlega um hann. „Kári er frábær línumaður, hann tekur mikið pláss til sin, þeir voru nú að lauma inn á bæði Magga og Sindra á línuna en klárlega skarð fyrir skildi að Kári sé ekki með.“ sagði Ingimundur að lokum.Andri Snær: Við sýndum frábæran karakter gegn langbesta liðinu í dag Andri Snær Stefánsson skoraði lokamark leiksins og tryggði sínum mönnum stig í leiknum. Hann var þó ekki sáttur með að fá einungis eitt stig í dag. „Nei, við vorum komnir til Eyja til þess að taka tvö stig, við erum í þannig baráttu að við þurfum að vinna og ætluðum að vinna síðustu tvo leikina. Frekar súrt að fá eitt stig en ég er ofboðslega stoltur af liðinu, við sýndum frábæran karakter gegn langbesta liðinu í dag og við getum verið með kassann uppi þó okkur hafi ekki tekist ætlunarverkið í dag,“ sagði Andri. „Við erum búnir að vera ofboðslega miklir aular að klára ekki okkar leiki, á móti Selfossi og Fram sérstaklega, og það voru mjög dýr stig í þessari baráttu og á meðan eru ÍBV búnir að vera frábærir og eru að mínu mati með besta liðið um þessar mundir en við vorum allan tímann að fara að mæta hingað til þess að vinna en því miður tókst það ekki í dag,“ sagði Andri. Akureyri var mestmegnis yfir í leiknum en leyfði ÍBV að komast aftur í leikinn með slæmum köflum inn á milli. „Það er alveg hárrétt, við vorum óskynsamir á nokkrum köflum í leiknum sem ÍBV nýtti sér mjög vel enda refsa þeir fyrir hver mistök, annars héldum við aganum í 93 prósent af leiknum en við hefðum þurft 100 prósentin til þess að vinna,“ sagði Andri. „ÍBV er með mjög góðar skyttur og í raun og veru með valinn mann í hverju rúmi, það koma ekki mörg lið til Eyja og gera eitthvað en Tomas var mjög góður í dag og leiðinlegt að það hafi ekki skilað meiru.“ sagði Andri Snær að lokum.Arnar: Við féllum bara á prófinu Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur. Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Botnlið Akureyrar fór til Vestmannaeyja í kvöld og náði 22-22 jafntefli á móti heitasta liði Olís-deildar karla. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark Akureyringa úr vinstra horninu rétt áður en lokaflautið gall. Andri Snær Stefánsson var markahæstur hjá norðanmönnum með sex mörk. Það var ekki margt sem benti til annars en sigur ÍBV í dag þegar þeir tóku á móti Akureyri í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar. ÍBV voru fyrir leikinn búnir að vinna sjö í röð og voru taplausir á þessu ári. Í síðustu umferð unnu Eyjamenn risa sigur á Haukum og tylltu sér á toppinn. Akureyri á hinn bóginn var að berjast fyrir lífi sínu, voru með þrjú töp á bakinu og í neðsta sætinu. Gestirnir mættu dýrvitlausir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þeir byrjuðu mun betur og eftir korters leik var staðan 7-2 fyrir Akureyri. Eyjamenn rönkuðu aðeins við sér eftir þetta en sterkur varnarleikur Akureyri hélt að mestu aftur af þeim. Tomas Olason í marki gestanna fór mikinn og sá til þess að ÍBV kæmist ekki aftur inn í leikinn. Seinni hálfleikur einkenndist af töfum og lélegu flæði í leiknum. Dómararnir voru mikið að stoppa leikinn og það truflaði klárlega. Engu að síður náðu Eyjamenn loks að sýna sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum og þegar 10 mínútur lifðu leiks jöfnuðu þeir og tóku svo forystuna. Akureyringar þurftu því að elta undir lok leiksins. Eyjamenn klúðruðu síðustu sókn sinni og vel útfærð lokasókn gestanna skilaði þeim jöfnunarmarki og stigi á síðustu sekúndu leiksins, bókstaflega. Þessi úrslit þýða það að ÍBV missir líklega toppsætið til annað hvort FH eða Hauka eftir því hvort liðið hefur betur í þeirra viðureign. Akureyri á enn möguleika á að bjarga sér. Þeir eiga hreinan úrslitaleik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni.Ingimundur: Menn voru að spila fyrir félagið og hvorn annan í dag Ingimundur Ingimundarson hjá Akureyri vildi tvö stig úr leiknum í dag en var samt ánægður með sína menn í dag. „Ég hefði þegið eitt stig fyrr í vetur, en ég veit ekki hversu mikið þetta eina stig hjálpar okkur í dag, engu að síður mjög sterkt að klára þetta, ef við horfum á stöðuna í deildinni það veltur bara á úrslitum Stjörnunnar í dag hvort þetta eina stig hjálpar okkur,“ sagði Ingimundur. „Ég er ánægður með strákana, það er svo margt sem blæs á móti okkur þessa dagana, hópurinn okkar er þéttur og við erum að berjast fram í rauðan dauðann og sjáum hvort við fáum ekki úrslitaleik á þriðjudaginn og ef ég fær strákana svona stemmda í þann leik þá erum við mjög sterkir,“ sagði Ingimundur. Varnarleikurinn var virkilega sterkur hjá gestunum í dag. „Viljinn og baráttan var ég ánægðastur með, menn voru að spila fyrir félagið og hvorn annan í dag, þeir gáfu gjörsamlega allt í þetta. Við spiluðum góðan varnarleik, það er frábært fyrir okkur að fá bara 22 mörk á okkur gegn ÍBV, ég tel það mjög sterkt,“ sagði Ingimundur. Slæmir kaflar hjá Akureyri hleyptu ÍBV aftur inn í leikinn oftar en einu sinni. „Það voru vissulega slæmir kaflar hjá okkur en sterkt hjá okkur að koma aftur til baka. Við vorum sjálfir okkur verstir, við vorum að gera hluti sem við ætluðum að forðast að gera. Við buðum hættunni heim með lélegu vali á sendingum og skotfærum. Það er mjög hættulegt gegn ÍBV, þeir eru einstaklega fljótir fram og eru fljótir að refsa fyrir svona einföld mistök,“ sagði Ingimundur. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með Eyjamönnum í dag og sagði Ingimundur að það munað klárlega um hann. „Kári er frábær línumaður, hann tekur mikið pláss til sin, þeir voru nú að lauma inn á bæði Magga og Sindra á línuna en klárlega skarð fyrir skildi að Kári sé ekki með.“ sagði Ingimundur að lokum.Andri Snær: Við sýndum frábæran karakter gegn langbesta liðinu í dag Andri Snær Stefánsson skoraði lokamark leiksins og tryggði sínum mönnum stig í leiknum. Hann var þó ekki sáttur með að fá einungis eitt stig í dag. „Nei, við vorum komnir til Eyja til þess að taka tvö stig, við erum í þannig baráttu að við þurfum að vinna og ætluðum að vinna síðustu tvo leikina. Frekar súrt að fá eitt stig en ég er ofboðslega stoltur af liðinu, við sýndum frábæran karakter gegn langbesta liðinu í dag og við getum verið með kassann uppi þó okkur hafi ekki tekist ætlunarverkið í dag,“ sagði Andri. „Við erum búnir að vera ofboðslega miklir aular að klára ekki okkar leiki, á móti Selfossi og Fram sérstaklega, og það voru mjög dýr stig í þessari baráttu og á meðan eru ÍBV búnir að vera frábærir og eru að mínu mati með besta liðið um þessar mundir en við vorum allan tímann að fara að mæta hingað til þess að vinna en því miður tókst það ekki í dag,“ sagði Andri. Akureyri var mestmegnis yfir í leiknum en leyfði ÍBV að komast aftur í leikinn með slæmum köflum inn á milli. „Það er alveg hárrétt, við vorum óskynsamir á nokkrum köflum í leiknum sem ÍBV nýtti sér mjög vel enda refsa þeir fyrir hver mistök, annars héldum við aganum í 93 prósent af leiknum en við hefðum þurft 100 prósentin til þess að vinna,“ sagði Andri. „ÍBV er með mjög góðar skyttur og í raun og veru með valinn mann í hverju rúmi, það koma ekki mörg lið til Eyja og gera eitthvað en Tomas var mjög góður í dag og leiðinlegt að það hafi ekki skilað meiru.“ sagði Andri Snær að lokum.Arnar: Við féllum bara á prófinu Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur.
Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti