Sharapova snýr aftur eftir lyfjabannið: „Komin með dagvinnuna mína aftur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 08:00 Maria Sharapova kemur til baka í apríl. vísir/getty Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova sem dæmd var í tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar í júní á síðasta ári snýr aftur á völlinn í lok mánaðar þegar hún keppir á Porsche Grand Prix-mótinu. Sharapova, sem hefur fimm sinnum unnið risamót á ferlinum, fékk svokallað „wildcard“-sæti á mótinu þar sem hún vann sér augljóslega ekki inn sæti. Lyfjabann hennar tekur ekki enda fyrr en 26. apríl. Mótið sjálft hefst 24. apríl en hún má ekki mæta á svæðið fyrr en hún á sjálf leik tveimur dögum síðar vegna bannsins. Það var upphaflega tvö ár en íþróttadómstóllinn stytti bannið. Hún hefur í heildina verið frá keppni í fimmtán mánuði. „Ég er komin með dagvinnuna mína aftur. Það er frábært. Ég er búin að æfa mikið síðustu mánuði,“ segir Sharapova sem spilaði síðast á opna ástralska meistaramótinu í fyrra en þar féll hún á lyfjaprófi. Lyfið Meldóníum fannst í sýni Sharapovu en hún var búin að nota það í mörg ár. Sú rússneska sagðist ekki vita að því hefði verið bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins í byrjun árs 2016. Það var vegna þess sem íþróttadómstóllinn stytti bannið hennar en þar fannst mönnum að hún hefði ekki verið að misnota Meldóníum viljandi. „Ég barðist svo hart fyrir sannleikanum. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að missa eitthvað sem þið hafið elskað svona lengi,“ segir Maria Sharapova sem er einnig með „wildcard“-sæti á mót í Madríd og Róm í maí. Tennis Tengdar fréttir Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32 Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45 Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00 Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova sem dæmd var í tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar í júní á síðasta ári snýr aftur á völlinn í lok mánaðar þegar hún keppir á Porsche Grand Prix-mótinu. Sharapova, sem hefur fimm sinnum unnið risamót á ferlinum, fékk svokallað „wildcard“-sæti á mótinu þar sem hún vann sér augljóslega ekki inn sæti. Lyfjabann hennar tekur ekki enda fyrr en 26. apríl. Mótið sjálft hefst 24. apríl en hún má ekki mæta á svæðið fyrr en hún á sjálf leik tveimur dögum síðar vegna bannsins. Það var upphaflega tvö ár en íþróttadómstóllinn stytti bannið. Hún hefur í heildina verið frá keppni í fimmtán mánuði. „Ég er komin með dagvinnuna mína aftur. Það er frábært. Ég er búin að æfa mikið síðustu mánuði,“ segir Sharapova sem spilaði síðast á opna ástralska meistaramótinu í fyrra en þar féll hún á lyfjaprófi. Lyfið Meldóníum fannst í sýni Sharapovu en hún var búin að nota það í mörg ár. Sú rússneska sagðist ekki vita að því hefði verið bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins í byrjun árs 2016. Það var vegna þess sem íþróttadómstóllinn stytti bannið hennar en þar fannst mönnum að hún hefði ekki verið að misnota Meldóníum viljandi. „Ég barðist svo hart fyrir sannleikanum. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að missa eitthvað sem þið hafið elskað svona lengi,“ segir Maria Sharapova sem er einnig með „wildcard“-sæti á mót í Madríd og Róm í maí.
Tennis Tengdar fréttir Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32 Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45 Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00 Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32
Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45
Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00
Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17