Stöðvum eiturfrumvarpið! Sigurbergur Sveinsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Íslendingar eru dugleg þjóð sem hefur komist af í þúsund ár í harðbýlu landi. Við erum tarnafólk og getum státað af ótrúlegum afrekum, allavega miðað við höfðatölu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar drekkum við til dæmis áfengi sjaldnar en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn. Sem sagt: Þegar við drekkum þá dettum við í það, eins og það er kallað. Og þetta gerum við þrátt fyrir að við þurfum að fara í sérstakar búðir, sem eru meira að segja lokaðar á sunnudögum, til þess að sækja eitrið ? því etanól, virka efnið í áfengi, er að mínu viti eitur og getur valdið eitrunaráhrifum. Ekki þarf að deila um það. Maður skyldi ætla að það ætti engu að síður að duga íslensku ?afreksfólki? í áfengisneyslu. En nei. Betur má ef duga skal og nú hafa nokkrir alþingismenn, fulltrúar okkar á elsta löggjafarþingi heims, ákveðið að eitra enn frekar fyrir þjóðinni og hafa áfengið aðgengilegt 24/7 ? allan sólarhringinn, allan ársins hring. Og það þrátt fyrir að fólk sem starfar með áfengis- og vímuefnafíklum hafi jafnvel skilgreint áfengið sem hættulegasta vímuefnið eins og starfskona í Konukoti gerði nýverið í útvarpsviðtali. Þetta þykir undirrituðum undarleg aðferðafræði til þess að koma enn meira áfengi ofan í þjóðina. Víst er að stór hluti hennar hefur ágæta stjórn á neyslu sinni. En nú verð ég að færa flutningsfólki eiturfrumvarpsins allmerkileg tíðindi: Áfengi er vímu- og fíkniefni, ólíkt matvöru. Þau rök að það sé matvara eru því endemis rugl. Við höfum til dæmis sérstakar verslanir fyrir lyf sem selja ávanabindandi efni til þess að takmarka notkun þeirra. Það eru lyfjaverslanir. Vínbúðir ÁTVR falla að mínu mati að vissu leyti í sama flokk. Og þar sem löglegt er að selja vímuefnið áfengi þá þykir mér því ágætlega fyrir komið undir merkjum einkasölu á vegum ríkisins með viðeigandi takmörkunum. Enda hafa verslanir ÁTVR staðið sig með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að ég neyti sjálfur áfengis en tel mig hafa ágæta stjórn á því og hef því marktæka reynslu af viðskiptum við verslanir Ríkisins. Ég er ánægður með þjónustu og úrval þar og vil ekki breyta því fyrirkomulagi. Ég hef áður bent á hættuna á að með því að einkasala ÁTVR á áfengi verði afnumin skapist umtalsverð hætta á því að stórar verslanakeðjur nái algjörum yfirráðum á þessum markaði. Þær munu að mínu mati velja þær tegundir sem viðskiptavinirnir fá þá að kaupa og stjórna verðlagi. Þetta tel ég að verði til þess að úrval minnki og verð hækki. Það eru ekki góð skipti frá því sem nú er. Hið nýja fyrirkomulag myndi líka reynast smærri innlendum framleiðendum afar þungt í skauti. Þeir geta nú átt samskipti við einn aðila um sölu á vörum sínum innanlands en með afnámi einkasölu ÁTVR verða þeir undir þá sök seldir að þurfa að semja við hina og þessa smásöluaðila um að koma vöru sinni á framfæri og geta líka þurft að sætta sig við verðlagningu sem jafnvel dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Að öðrum kosti skuli þeir hypja sig á brott með vöru sína úr viðkomandi verslun. Og það sem verra gæti verið; viðkomandi verslanakeðju. Og þá er voðinn vís fyrir ýmsa innlenda framleiðslu. En fyrst og fremst er ég á móti afnámi einkasölu vegna þess að ég vil ekki rýmka hömlur á sölu á vanabindandi vímu- og fíkniefnum alveg á sama hátt og við takmörkum hámarkshraða vélknúinna ökutækja til að vernda heilsu og líf fólks. Algjört frelsi getur aldrei orðið mannlegu samfélagi til góðs. Ég tel að með því að halda núverandi fyrirkomulagi takist okkur að lágmarka áhættu án þess að hefta frelsi. Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Íslendingar eru dugleg þjóð sem hefur komist af í þúsund ár í harðbýlu landi. Við erum tarnafólk og getum státað af ótrúlegum afrekum, allavega miðað við höfðatölu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar drekkum við til dæmis áfengi sjaldnar en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn. Sem sagt: Þegar við drekkum þá dettum við í það, eins og það er kallað. Og þetta gerum við þrátt fyrir að við þurfum að fara í sérstakar búðir, sem eru meira að segja lokaðar á sunnudögum, til þess að sækja eitrið ? því etanól, virka efnið í áfengi, er að mínu viti eitur og getur valdið eitrunaráhrifum. Ekki þarf að deila um það. Maður skyldi ætla að það ætti engu að síður að duga íslensku ?afreksfólki? í áfengisneyslu. En nei. Betur má ef duga skal og nú hafa nokkrir alþingismenn, fulltrúar okkar á elsta löggjafarþingi heims, ákveðið að eitra enn frekar fyrir þjóðinni og hafa áfengið aðgengilegt 24/7 ? allan sólarhringinn, allan ársins hring. Og það þrátt fyrir að fólk sem starfar með áfengis- og vímuefnafíklum hafi jafnvel skilgreint áfengið sem hættulegasta vímuefnið eins og starfskona í Konukoti gerði nýverið í útvarpsviðtali. Þetta þykir undirrituðum undarleg aðferðafræði til þess að koma enn meira áfengi ofan í þjóðina. Víst er að stór hluti hennar hefur ágæta stjórn á neyslu sinni. En nú verð ég að færa flutningsfólki eiturfrumvarpsins allmerkileg tíðindi: Áfengi er vímu- og fíkniefni, ólíkt matvöru. Þau rök að það sé matvara eru því endemis rugl. Við höfum til dæmis sérstakar verslanir fyrir lyf sem selja ávanabindandi efni til þess að takmarka notkun þeirra. Það eru lyfjaverslanir. Vínbúðir ÁTVR falla að mínu mati að vissu leyti í sama flokk. Og þar sem löglegt er að selja vímuefnið áfengi þá þykir mér því ágætlega fyrir komið undir merkjum einkasölu á vegum ríkisins með viðeigandi takmörkunum. Enda hafa verslanir ÁTVR staðið sig með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að ég neyti sjálfur áfengis en tel mig hafa ágæta stjórn á því og hef því marktæka reynslu af viðskiptum við verslanir Ríkisins. Ég er ánægður með þjónustu og úrval þar og vil ekki breyta því fyrirkomulagi. Ég hef áður bent á hættuna á að með því að einkasala ÁTVR á áfengi verði afnumin skapist umtalsverð hætta á því að stórar verslanakeðjur nái algjörum yfirráðum á þessum markaði. Þær munu að mínu mati velja þær tegundir sem viðskiptavinirnir fá þá að kaupa og stjórna verðlagi. Þetta tel ég að verði til þess að úrval minnki og verð hækki. Það eru ekki góð skipti frá því sem nú er. Hið nýja fyrirkomulag myndi líka reynast smærri innlendum framleiðendum afar þungt í skauti. Þeir geta nú átt samskipti við einn aðila um sölu á vörum sínum innanlands en með afnámi einkasölu ÁTVR verða þeir undir þá sök seldir að þurfa að semja við hina og þessa smásöluaðila um að koma vöru sinni á framfæri og geta líka þurft að sætta sig við verðlagningu sem jafnvel dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Að öðrum kosti skuli þeir hypja sig á brott með vöru sína úr viðkomandi verslun. Og það sem verra gæti verið; viðkomandi verslanakeðju. Og þá er voðinn vís fyrir ýmsa innlenda framleiðslu. En fyrst og fremst er ég á móti afnámi einkasölu vegna þess að ég vil ekki rýmka hömlur á sölu á vanabindandi vímu- og fíkniefnum alveg á sama hátt og við takmörkum hámarkshraða vélknúinna ökutækja til að vernda heilsu og líf fólks. Algjört frelsi getur aldrei orðið mannlegu samfélagi til góðs. Ég tel að með því að halda núverandi fyrirkomulagi takist okkur að lágmarka áhættu án þess að hefta frelsi. Eiturfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi verður aldrei annað en lóð á örlagaskálar þeirra sem eiga á hættu að sökkva enn dýpra í hin sorglegu hyldýpi þess mannlega breyskleika sem ofneysla áfengis felur í sér. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun