Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2017 15:45 Vogunarsjóðirnir munu eignast allt að 51 prósent hlut í Arion banka. vísir/eyþór Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í lokayfirlýsingu sendinefndarinnar sem saminn var eftir tveggja vikna vinnu nefndarinnar hér á landi þar sem hún hefur átt fundi með fulltrúum stjórnvalda, Seðlabanka Íslands, aðilum á vinnumarkaði og fulltrúum einkageirans. Í yfirlýsingunni eru nýleg kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á hlut í Arion banka gerð að umtalsefni og segir að kaupin muni reyna á Fjármálaeftirlitið. Frá sjónarhóli fjármálastöðugleika og hlutleysis sé nauðsynlegt að framkvæmt verði ítarlegt, nákvæmt og sanngjarnt hæfismat á eigendum bankanna. Þá segir að við einkavæðingu Íslandsbanka og Landsbanka ætti að leggja áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hafa langtíma hollustu við Ísland. Lokayfirlýsing sendinefndarinnar lýsir bráðabirgðaniðurstöðu nefndarinnar í lok opinberrar heimsóknar og mun sendinefndin taka saman skýrslu sem verður afhent framkvæmdastjórn sjóðsins til umræðu og ákvörðunar. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að höfuðviðfangsefni stjórnvalda við opnun fjármálakerfisins hér á landi verði að vera styrking á eftirliti með fjármálageiranum. Greinileg hætta sé á ofþenslu en að styrking krónunnar hafi dempandi áhrif.Yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. 24. mars 2017 13:58 FME getur hafnað hluthöfum Arion leiki vafi á hver er eigandi Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir FME hafa ríkar heimildir til að rannsaka þá aðila sem keypt hafa tuttugu og níu prósenta hlut í Arion 24. mars 2017 20:00 Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07 FME mun kanna orðspor hluthafa í Arion banka Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar. 22. mars 2017 20:00 Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í lokayfirlýsingu sendinefndarinnar sem saminn var eftir tveggja vikna vinnu nefndarinnar hér á landi þar sem hún hefur átt fundi með fulltrúum stjórnvalda, Seðlabanka Íslands, aðilum á vinnumarkaði og fulltrúum einkageirans. Í yfirlýsingunni eru nýleg kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á hlut í Arion banka gerð að umtalsefni og segir að kaupin muni reyna á Fjármálaeftirlitið. Frá sjónarhóli fjármálastöðugleika og hlutleysis sé nauðsynlegt að framkvæmt verði ítarlegt, nákvæmt og sanngjarnt hæfismat á eigendum bankanna. Þá segir að við einkavæðingu Íslandsbanka og Landsbanka ætti að leggja áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hafa langtíma hollustu við Ísland. Lokayfirlýsing sendinefndarinnar lýsir bráðabirgðaniðurstöðu nefndarinnar í lok opinberrar heimsóknar og mun sendinefndin taka saman skýrslu sem verður afhent framkvæmdastjórn sjóðsins til umræðu og ákvörðunar. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að höfuðviðfangsefni stjórnvalda við opnun fjármálakerfisins hér á landi verði að vera styrking á eftirliti með fjármálageiranum. Greinileg hætta sé á ofþenslu en að styrking krónunnar hafi dempandi áhrif.Yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. 24. mars 2017 13:58 FME getur hafnað hluthöfum Arion leiki vafi á hver er eigandi Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir FME hafa ríkar heimildir til að rannsaka þá aðila sem keypt hafa tuttugu og níu prósenta hlut í Arion 24. mars 2017 20:00 Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07 FME mun kanna orðspor hluthafa í Arion banka Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar. 22. mars 2017 20:00 Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. 24. mars 2017 13:58
FME getur hafnað hluthöfum Arion leiki vafi á hver er eigandi Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir FME hafa ríkar heimildir til að rannsaka þá aðila sem keypt hafa tuttugu og níu prósenta hlut í Arion 24. mars 2017 20:00
Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07
FME mun kanna orðspor hluthafa í Arion banka Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar. 22. mars 2017 20:00