Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2017 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, og bæjarstjórinn Sævar Freyr Þráinsson fyrir fundinn. vísir/ernir Bæjarstjórn og bæjarstjóri Akraness funduðu í gær með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, í ráðhúsi sveitarfélagsins. Umræðuefni fundarins var fyrirhuguð breyting á rekstri HB Granda en fyrirtækið stefnir að því að hætta botnfiskvinnslu á staðnum og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Forsvarsmenn HB Granda hafa haft samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaganna um aðgerðina. Á Akranesi starfa um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Helmingur alls kvóta HB Granda kom í gegnum sameiningu félagsins við Harald Böðvarsson & co í árslok 2004, en fyrir þann tíma hét félagið Grandi ehf. Er það stefna bæjaryfirvalda að tryggja að ef vinnslan á að sameinast á einum stað þá verði það á Akranesi. „Við Skagamenn erum slegnir yfir þessum fréttum. Við viljum halda starfsemi áfram á Akranesi og byggja upp. Staðan er ótrúlega döpur og vekur upp spurningar um hvort við séum á réttri leið,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að fundi loknum. Í tilkynningu frá HB Granda segir að hvorki sé hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara á Akranesi. Forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því. „Það eru miklar áhyggjur hjá bæjarstjórninni og við þingmenn tökum undir þær. Menn eru ekki úrkula vonar um að stjórnarmenn fyrirtækisins horfi til samfélagslegrar ábyrgðar og langrar sögu fyrirtækisins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu. „Hérna eru heimamenn tilbúnir til að byggja upp og bæta aðstöðu sem þarf til hér við höfnina. Það er okkar von að þeir fái frest til að skoða þessi mál í samhengi áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Bæjarstjórn og bæjarstjóri Akraness funduðu í gær með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, í ráðhúsi sveitarfélagsins. Umræðuefni fundarins var fyrirhuguð breyting á rekstri HB Granda en fyrirtækið stefnir að því að hætta botnfiskvinnslu á staðnum og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Forsvarsmenn HB Granda hafa haft samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaganna um aðgerðina. Á Akranesi starfa um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Helmingur alls kvóta HB Granda kom í gegnum sameiningu félagsins við Harald Böðvarsson & co í árslok 2004, en fyrir þann tíma hét félagið Grandi ehf. Er það stefna bæjaryfirvalda að tryggja að ef vinnslan á að sameinast á einum stað þá verði það á Akranesi. „Við Skagamenn erum slegnir yfir þessum fréttum. Við viljum halda starfsemi áfram á Akranesi og byggja upp. Staðan er ótrúlega döpur og vekur upp spurningar um hvort við séum á réttri leið,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að fundi loknum. Í tilkynningu frá HB Granda segir að hvorki sé hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara á Akranesi. Forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því. „Það eru miklar áhyggjur hjá bæjarstjórninni og við þingmenn tökum undir þær. Menn eru ekki úrkula vonar um að stjórnarmenn fyrirtækisins horfi til samfélagslegrar ábyrgðar og langrar sögu fyrirtækisins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu. „Hérna eru heimamenn tilbúnir til að byggja upp og bæta aðstöðu sem þarf til hér við höfnina. Það er okkar von að þeir fái frest til að skoða þessi mál í samhengi áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26