Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2017 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, og bæjarstjórinn Sævar Freyr Þráinsson fyrir fundinn. vísir/ernir Bæjarstjórn og bæjarstjóri Akraness funduðu í gær með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, í ráðhúsi sveitarfélagsins. Umræðuefni fundarins var fyrirhuguð breyting á rekstri HB Granda en fyrirtækið stefnir að því að hætta botnfiskvinnslu á staðnum og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Forsvarsmenn HB Granda hafa haft samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaganna um aðgerðina. Á Akranesi starfa um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Helmingur alls kvóta HB Granda kom í gegnum sameiningu félagsins við Harald Böðvarsson & co í árslok 2004, en fyrir þann tíma hét félagið Grandi ehf. Er það stefna bæjaryfirvalda að tryggja að ef vinnslan á að sameinast á einum stað þá verði það á Akranesi. „Við Skagamenn erum slegnir yfir þessum fréttum. Við viljum halda starfsemi áfram á Akranesi og byggja upp. Staðan er ótrúlega döpur og vekur upp spurningar um hvort við séum á réttri leið,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að fundi loknum. Í tilkynningu frá HB Granda segir að hvorki sé hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara á Akranesi. Forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því. „Það eru miklar áhyggjur hjá bæjarstjórninni og við þingmenn tökum undir þær. Menn eru ekki úrkula vonar um að stjórnarmenn fyrirtækisins horfi til samfélagslegrar ábyrgðar og langrar sögu fyrirtækisins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu. „Hérna eru heimamenn tilbúnir til að byggja upp og bæta aðstöðu sem þarf til hér við höfnina. Það er okkar von að þeir fái frest til að skoða þessi mál í samhengi áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Bæjarstjórn og bæjarstjóri Akraness funduðu í gær með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, í ráðhúsi sveitarfélagsins. Umræðuefni fundarins var fyrirhuguð breyting á rekstri HB Granda en fyrirtækið stefnir að því að hætta botnfiskvinnslu á staðnum og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Forsvarsmenn HB Granda hafa haft samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaganna um aðgerðina. Á Akranesi starfa um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Helmingur alls kvóta HB Granda kom í gegnum sameiningu félagsins við Harald Böðvarsson & co í árslok 2004, en fyrir þann tíma hét félagið Grandi ehf. Er það stefna bæjaryfirvalda að tryggja að ef vinnslan á að sameinast á einum stað þá verði það á Akranesi. „Við Skagamenn erum slegnir yfir þessum fréttum. Við viljum halda starfsemi áfram á Akranesi og byggja upp. Staðan er ótrúlega döpur og vekur upp spurningar um hvort við séum á réttri leið,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að fundi loknum. Í tilkynningu frá HB Granda segir að hvorki sé hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara á Akranesi. Forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því. „Það eru miklar áhyggjur hjá bæjarstjórninni og við þingmenn tökum undir þær. Menn eru ekki úrkula vonar um að stjórnarmenn fyrirtækisins horfi til samfélagslegrar ábyrgðar og langrar sögu fyrirtækisins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu. „Hérna eru heimamenn tilbúnir til að byggja upp og bæta aðstöðu sem þarf til hér við höfnina. Það er okkar von að þeir fái frest til að skoða þessi mál í samhengi áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26